Námskeið

Námskeið

1
Level 1

Polefitness 60 mín.

Þetta er námskeið fyrir byrjendur í polefitness. Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn ,styrk eða liðleika áður en maður byrjar í level 1 því við vinnum að því að byggja það upp í tímunum.
Hér er farið í undirstöðuatriði og grunnæfingar í polefitness, snúninga og klifur.

2
Level 2

Polefitness 60 mín.

Þetta námskeið er fyrir þau sem eru búin með námskeið í Level 1 og eru búin að ná góðum tökum í því og vilja fara í erfiðari æfingar.
Hér er m.a. byggt ofan á æfingar úr Level 1, gerðar erfiðari æfingar og byrjað að fara á hvolf.

3
Level 3

Polefitness 60 mín.

Þetta námskeið er fyrir þau sem eru búin með námskeið í Level 2 og eru búnin að ná góðum tökum í því og vilja fara í erfiðari æfingar.
Hér er m.a. byggt ofan á æfingar úr Level 2 og erfiðari æfingar settar saman í combos.

4
Level 4

Polefitness 60 mín.

Þetta námskeið er fyrir þau sem eru búin með námskeið í Level 3 og eru búin að ná góðum tökum í því og vilja fara í erfiðari æfingar.
Hér er m.a. byggt ofan á æfingar úr Level 3 og erfiðari æfingar settar saman í combos.

5
Level 5

Polefitness 60 mín.

Þetta er námskeið fyrir lengra komna sem hafa lokið level 1-4. Hér er farið í erfiðustu æfingarnar og trikkin í polefitness og gerðar eru meiri kröfur um styrk og liðleika.

6
Lyra

Loftfimleikahringir 60 mín.

Lyra er námskeið þar sem æfingar er gerðar í loftfimleikahringjum og á rætur sínar að rekja í sirkuslistir. Prufaðu eitthvað öðruvísi og skemmtilegt.

7
Flex

Liðleikaþjálfun 60 mín.

Þessir tímar henta fyrir alla sem vilja auka liðleika og eru frábærir bæði fyrir stirrða og mjög liðuga.
Allir tímarnir byrja á góðri upphitun og styrktaræfingum. Farið er í allskonar teygjuæfingar á gólfinu, við súlu eða með félaga. Mest áhersla er lögð á að auka liðleika í mjöðmum og baki til þess að komast í splitt, spígat og brú en teygt er einnig á öllum líkamanum.
Þessir tímar geta tekið mikið á og hvetjum við alla til að gera æfingarnar á sínum hraða og hlusta vel á líkamann.

8
Opinn tími

Frjálst 60 mín.

Þetta er opinn tími fyrir byrjendur og lengra komna.
Hér er frjáls tími þar sem hægt er að æfa það sem þig langar til hvort sem það er pole, dans, lyra, teygjur eða annað. Engin kennsla fer fram í tímanum en þjálfari er á staðnum.

9
Dans

Poledance + Floorwork 60 mín.

Dansnámskeiðið okkar er kennt einusinni í viku á sunnudögum. Við mælum með því að hafa tekið Level 1 polefitness námskeið áður en farið er í dansinn því byggðar eru rútínur með snúningunum sem kenndir eru í level 1. Danstímarnir eru þó gerólíkir pole fitness tímunum en í dansinum ráða háir hælar, bodywaves og hársveiflur ríkjum og kenndar eru dansrútínur og flæði. Við mælum klárlega með þessum tímum fyrir alla sem elska að dansa.

Öðruvísi þjónusta

services-img1

Hópar

óvissuferðir/gæsanir/steggjanir/annað

Við bjóðum upp á skemmtilega tíma fyrir hópa. Tilvalið fyrir árshátíðina, óvissuferðir, gæsanir, steggjanir eða önnur tilefni. Hafið samband og við skipuleggjum tíma.

services-img1

Við komum til þín

Við komum með súluna til þín með atriði og/eða kennslu. Hafið samband og segið okkur hvað þú hefur í huga.