Um okkur

Um Eríal Pole

Eríal Pole er glæsilegt polefitness og dans stúdíó staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Í Eríal Pole eru hæstu súlur á landinu og fjölbreyttir tímar í boði fyrir alla frá 16 ára aldri og leggjum við áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar.
Námskeiðin okkar eru bæði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Við bjóðum upp á tíma í pole fitness, lyra loftfimleikahringjum, foam flex, contemporary poledance, liðleikaþjálfun, einkaþjálfun og opna tíma svo eitthvað sé nefnt.
Hópatímar fyrir ýmis tækifæri Hægt er að bóka tíma fyrir hópa sem eru tilvaldir fyrir árshátíðina, óvissuferðir, gæsanir, steggjanir, vinahópa eða önnur tilefni. Við getum líka komið með súluna til þín og verið með atriði og/eða kennslu.
Eríal Pole er polefitness og dans stúdíó sem var stofnað í Október 2012 af Önnu Lóu Vilmundardóttur, Evu Rut Hjaltadóttur, Moniku Klonowski og Ástu Ólafsdóttur en þær eru allar þjálfarar hjá Eríal Pole. Þær kynntust eftir að hafa starfað saman við að kenna polefitness og dans hjá Xform. Um sumarið 2012 brann það stúdíó og voru þær miður sín yfir því að hafa engan stað til þess að æfa á. Stelpurnar fjórar eru ólíkar en hafa það sameiginlegt að hafa allar brennandi áhuga og ástríðu fyrir íþróttinni svo þær komu saman og ákváðu að stofna sitt eigið stúdíó og hugarfóstur sem heitir nú Eríal Pole. Áhugi fyrir íþróttinni hefur svo sannarlega aukist undanfarið ár og eru þjálfarar Eríal Pole orðnir níu talsins.

Góð hugmynd

Klippikort Eríal Pole

Klippikortin henta bæði vel fyrir þá sem ekki komast á heilt námskeið en langar samt að koma í einstaka tíma og fyrir þá sem eru á námskeiði en langar að kíkja í fleiri tíma. Klippikortin gilda í hvaða tíma sem er ásamt tíma í æfingasal.

Gjafabréf

Gjafabréf hjá okkur er hin fullkomna gjöf fyrir súlu eða loftfimleika áhugamanneskjuna. Þú velur upphæðina og hægt er að nýta í námskeið, fatnað eða aðrar vörur.

Starfsmenn

 • Monika
  Monika Klonowski Þjálfari og eigandi Eríal...
 • Eva Rut
  Eva Rut Hjaltadóttir Þjálfari og eigandi...
 • Ásta Ólafs
  Ásta Ólafsdóttir Þjálfari Hefur æft pole...
 • Sigrún
  Sigrún Hrönn Ólafsdóttir Þjálfari ElevatED professional...
 • Lára
  Lára Björk Bender Þjálfari ElevatED professional...