Spurt og svarað

Q?Frístundakort ÍTR
A

Fyrir þá sem eiga lögheimili í Reykjavík
Eríal Pole er aðili að Frístundakorti ÍTR sem gefur iðkendum á aldrinum 6-18 ára sem eiga lögheimili í Reykjavík kost á að nýta sér niðurgreiðslu æfingagjalda frá ÍTR.

Frístundakortið gildir einungis ef keypt er 3 mánaða kort.

Styrkurinn nemur 25.000 kr á barn á ári en ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum.

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar

Q?Ég hef verið að æfa dans og/eða fimleika og er í góðu formi. Á ég að byrja í Level 1?
A

Já. Allir sem eru byrjendur í pole fitness þurfa að byrja á því að taka level 1 óháð bakgrunni og formi. í level 1 eru kennd ýmis undirstöðuatriði og stöður sem síðan er byggt ofan á í næstu stigum fyrir ofan og nauðsynlegt er að hafa náð valdi á þeim áður en maður færir sig upp um level.

Q?Hvernig skrái ég mig á námskeið?
A

Skráðu þig á námskeið með því að fylla út skráningarformið hér

Q?Ég næ engu gripi og renn á súlunni.
A

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því og hér eru lausnir við þeim helstu.
Alltaf þvo á sér hendur eftir að hafa notað krem eða hárvörur á þeim dögum sem þú ferð á æfingu. Þessar vörur geta valdið því að við verðum sleipari á höndunum og rennum auðveldlega til. Við ráðleggjum líka að sleppa því að nota krem á líkama og í lófana á æfingadögum af sömu ástæðum.
Þurr húð getur líka valdið því að við eigum í erfiðleikum með að ná gripi en þá er hægt að nota Itac2 sem er gripefni sem má nota hvar sem er á líkamann þar sem grip vantar og fæst hjá okkur í Eríal Pole.
Sveittar hendur geta líka verið vandamál en þá er hægt að þrífa hendur og þurrka fyrir æfingu og reglulega á meðan á æfingu stendur. Ef þetta er mikið vandamál þá fæst hjá okkur Liquid Grip sem er gripefni og virkar þannig að það dregur úr svita og eykur þannig grip. Fyrir suma hentar Itac2 einnig fyrir sveittar hendur.
Vertu með spreybrúsa og tusku við súluna þína og þrífðu hana reglulega á meðan á æfingu stendur.

Q?Eruð þið með námskeið fyrir byrjendur?
A

Já. Level 1 tímarnir eru Pole Fitness tímar fyrir byrjendur og ættu að henta öllum hvort sem þú hefur verið að æfa aðrar íþróttir eða hefur ekki verið að æfa neitt áður.

Q?Hverju á ég að klæðast á æfingu?
A

Það getur verið misjafnt eftir tímum og  hvað er verið að æfa.
Í Pole Fitness og Pole Dance tímunum mælum við með því að klæðast stuttbuxum því við þurfum að nota húðina á fótleggjum til þess að ná gripi á súlunni.
Í Flex mælum við með síðum buxum, legghlífum og/eða háum sokkum til þess að halda vöðvum og liðum heitum á meðan teygt er á.

Q?þarf maður að vera í rosalega góðu formi til að geta byrjað að æfa?
A

Nei, það geta allir æft Pole Fitness og level 1 námskeiðin henta öllum sem eru að byrja óháð bakgrunni.

Q?Tek ég hvert level einusinni og færi mig svo upp í næsta?
A

Nei, best er að taka hvert level allavega 2x til að ná vel því sem er farið í þar.

Q?Hvað eru námskeiðin löng, hversu oft og í hvað langan tíma?
A

Hvert námskeið er í 4 vikur og kennt er tvisvar sinnum í viku. Auk þess fylgir með námskeiði aðgangur í alla opna tíma.