Ummæli

Að æfa polefitness í Erial Pole er án efa sú allra skemmtilegasta líkamsrækt sem ég hef nokkurn tímann stundað. Varð algjörlega háð því frá fyrsta tíma ! Ég hef alla tíð verið í dugleg í ræktinni en eftir að ég byrjaði að æfa hjá Erial pole hefur styrkur minn aukist til muna ásamt því að ég er orðin mun liðugri.

Ég hef alltaf verið frekar feimin og óörugg við að koma fram en eftir hafa verið að æfa hjá Erial pole núna í um 9 mánuði finn ég hvernig líkamsmeðvitund, framkoma, sjálfstraust og sjálfsöryggi mitt hefur einnig aukist. Tímarnir eru ótrúlega skemmtilegir og fjölbreyttir með frábærum þjálfurum sem hver hefur sinn stíl og ólíkar áherslur sem gefur manni ótrúlega mikið. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og bæta mig og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Síðan er ég einnig búin að kynnast fullt af frábærum stelpum sem gerir sportið ennþá skemmtilegra !

Anna Rós Lárusdóttir, 27 ára

Við fórum nokkrir félagar saman með stegg til þeirra í Eríal Pole þar sem
var tekið vel á móti okkur. Í fyrstu átti bara steggurinn að sprikla á súlunni
en það endaði með því að allir tóku þátt sem gerði það að verkum að þetta varð mun skemmtilegra fyrir vikið.
Mæli hiklaust með Eríal Pole ef það á að fara með stegginn á súluna.

Ævar Jónsson, 27 ára

Pole dancing is the best way ever to get fit, increase flexibility, improve body, tone up and burn calories. It is fantastic for your thighs, for your arms, back, shoulders and will shape your legs. Pole dancing is the best way to feel good and look good and the best way to do pole dancing in Iceland is at Erial Pole.

The Trainers at Erial pole are very helpful and well prepared. Classes are always fun and each time you accomplish a move, you are inspired to do better and to push harder.
I still can not believe I am hanging upside down. This was not possible 3 months ago and now it is not a problem
Pole dancing is so much fun and you truly want to turn up to class and exercise.

Katarzyna Agnieszka, 33 ára

Að æfa pole fitness hjá Eríal pole er algjört rokk.

Aldur, form eða annað skiptir engu máli. Það eru allir þarna með sama markmið og það er að bæta sjálfa sig og ná sínum eigin markmiðum.

Þjálfararnir eru frábærir, hvetja mann áfram og gefa góð ráð. Á hverri æfingu lærum við eitthvað nýtt og allt sem er gert á æfingum, í dansi og í teygjutímum er mjög fágað.

Ég hef æft ótal íþróttir frá því ég var barn: handbolta, fótbolta, afródans, boot camp, hlaup og átt líkamsræktarkort samfleytt síðan ég var 19 ára. Eftir að ég byrjaði að æfa pole fitness þá í fyrsta skipti sagði ég upp líkamsræktarkortinu mínu með góðri samvisku. Ég hef aldrei verið svona sterk og liðug fyrir utan að geta dansað og bara haft gaman af því að vera að púla.

Ég hlakka til að fara á allar æfingar og vil helst vera þarna alla daga vikunnar. Það er ekkert betra en að skella sér í niður í Eríal pole á æfingu í góðum hópi með skemmtilega tónlist.

Guðrún S Sæmundsen, 31 árs