Aerial Silks – Byrjendur
6 vikna námskeið

Aerial Silks námskeið

Námskeið hefst. 26. september
Mánudagar og fimmtudagar kl. 20:15

Verð 21.990kr

Ef þú hefur einhverntíman dáðst að loftfimleikafólkinu í sirkusnum og langað til þess að vita hvernig það er að takast á loft þá er þetta námskeið fyrir þig.

Í aerial silks eru æfingarnar gerðar í langri silkislæðu. Silki æfingarnar eru krefjandi bæði fyrir huga og líkama. Farið er í ýmsar þrek og styrktar æfingar, bæði með og án silksisins.  það fyrsta sem við lærum er að vefja hnút sem við notum til að stíga upp í silkið og færum okkur smám saman yfir í flóknari æfingar, fallegar stöður og samsetningar eftir því sem líður á námskeiðið. Hér lærið þið silki alveg frá grunni og þarf enga reynslu til að vera með.

Klæðnaður:
Leggings og síðerma- eða stuttermabolur.
Við mælum ekki með því að vera í víðum eða lausum fatnaði því hann getur flækst fyrir manni og vafist saman við silkið.

Kennarar eru Lauren Charnow og Alice Demurtas

Smelltu á “Skrá mig” hér fyrir neðan