Aerial Silks námskeið.

Næstu námskeið hefjast 26. maí
Skráning er hafin!

Aerial Silks – Byrjendur
6 vikna námskeið

Aerial Silks námskeið

Námskeið hefst 26.maí
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 19:00

Verð 22.900kr

Ef þú hefur einhverntíman dáðst að loftfimleikafólkinu í sirkusnum og langað til þess að vita hvernig það er að takast á loft þá er þetta námskeið fyrir þig.

Í aerial silks eru æfingarnar gerðar í langri silkislæðu. Silki æfingarnar eru krefjandi bæði fyrir huga og líkama. Farið er í ýmsar þrek og styrktar æfingar, bæði með og án silksisins.  Við byrjum á því að læra fyrsta hnútinn okkar til þess að geta stigið upp í silkið og færum okkur smám saman yfir í flóknari æfingar, trikk og samsetningar eftir því sem líður á námskeiðið. Hér lærið þið silki alveg frá grunni og þarf enga reynslu til að vera með.

Klæðnaður:
Best er að lææðast leggings og síðerma- eða stuttermabolur. Við mælum ekki með því að vera í víðum eða lausum fatnaði því hann getur flækst fyrir manni og vafist saman við silkið. Skartgripir og fatnaður með rennilásum og velcro (frönskum rennilás) er bannaður í þessum tímum því það getur rifið göt í silkin.

Kennari er Alice Demurtas

Aerial Silks – Miðstig
6 vikna námskeið

Námskeið hefst 26.maí
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 20:00

Verð  22.900 kr

Ef þú hefur áður tekið námskeið í silki og kannt grunninn, er þetta námskeið fyrir þig. Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Ef þú ert ekki viss hvort þetta erfiðleikastig henti þér er best að tala við þjálfarann þinn eða hafa samband í erial@erial.is.

Klæðnaður:
Leggings og síðerma- eða stuttermabolur.
Við mælum ekki með því að vera í víðum eða lausum fatnaði því hann getur flækst fyrir manni og vafist saman við silkið.

Kennari er Alice Demurtas

Aerial Silks – Framhald
6 vikna námskeið

Aerial silks

Loftfimleika námskeið

Námskeið hefst 26. maí
Föstudagar kl. 20:00 – 21:00

Við mælum með því að framhalds nemendur taki einn eða tvo tíma í miðstigs hópnum samhliða framhalds námskeiðinu.

Verð
1x í viku 12.900kr
2x í viku 22.900kr
3x í viku 33.900kr

Ef þú hefur náð góðum tökum í miðstigi í aerial silks eru þessir tímar frábærir . Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért tilbúin í framhalds hópinn, hafðu þá samband í erial@erial.is eða fáðu ráðgjöf hjá kennaranum þínum ef þú ert enn í byrjenda hóp.

Klæðnaður:
Leggings og síðerma- eða stuttermabolur.
Við mælum ekki með því að vera í víðum eða lausum fatnaði því hann getur flækst fyrir manni og vafist saman við silkið.

Kennari er Alice Demurtas

Ef þessi námskeið henta ekki bjóðum við einnig upp á frábær byrjenda og framhalds námskeið í pole fitness, lýru og flex.

Fylgdu okkur á Instagram til að fylgjast með starfsseminni okkar og því sem er á döfinni hverju sinni! IG @erialpole
Eríal Pole á Instagram

Skilmálar

  • Athugið að skráning er ekki fullgild fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu.
    Hægt er að millifæra á reiknisnúmer: 0301-26-6129 kennitala: 600912-0700
    Tilkynning um millifærslu sendist á erial@erial.is
  • Eríal Pole áskilur sér rétt til þess að fella niður námskeið teljist lágmarksþátttaka ekki næg.
  • Eríal Pole ber ekki skylda til að bæta upp fyrir né endurgreiða þá tíma sem ekki er mætt í.
  • Iðkandi ber ábyrgð á því að hafa kynnt sér skilmála Eríal Pole.