ElevatED Teacher Trainings í Eríal Pole

Í mars 2015 gafst þjálfurum Eríal Pole tækifæri til þess að taka ElevatED þjálfara réttindi. ElevatED teacher training er þriggja daga, 20 tíma prógram sem samanstendur af fyrirlestrum, tæknikennslu og æfingum í að kenna pole.

Á þessu námskeiði lærðum við hvernig á að setja saman upphitun fyrir hóptíma, hvernig á að setja saman efni í kennslutíma, þjálfunar aðferðir og hvernig er hægt að byggja upp sem mestann styrk og liðleika hjá nemendum. Þessi upptalning er aðeins brot af öllu því sem farið var í og eftir að hafa tekið bæði skriflegt og verklegt próf fengu þátttakendur viðurkenningarskjal sem staðfesti réttindin. 

Marlo Fisken sá um kennsluna en hún er aðal kennari og stofnandi Elevated prógramsins. Marlo er klárlega einn sá allra besti þjálfari sem við höfum fengið til okkar. Eftir að hafa lokið ElevatED kennaraþjálfuninni voru allir þátttakendur sammála um að vera orðnir enn betri þjálfarar og öruggari sem þjálfarar. 

Heimasíða ElevatED