Mömmutímar hefjast í janúar!

Mömmutímar hefjast í janúar!

Mömmu-Súlufimi hefst í janúar!
mánudagar og miðvikudagar kl 12:00

Pole Fitness námskeið fyrir nýbakaðar mömmur með börn á aldrinum 0-6 mánaða þar sem börnin eru velkomin með í tíma. Námskeiðið er byggt upp á svipaðan hátt og Level 1 þar sem farið er í grunnæfingar í polefitness, snúninga og klifur sem og sérhæfðar styrktaræfingar fyrir core- og mjaðmasvæði, sem eru mikilvægar eftir meðgöngu og barnsburð.

Námskeiðið er miðað við byrjendur og sérsniðið að nýbökuðum mæðrum, svo ekki eru gerðar neinar lágmarkskröfur um reynslu, styrk eða liðleika þátttakenda. Námskeiðið er uppbyggt þannig að það henti öllum nýbökuðum mæðrum og unnið verður með öllum við að byggja upp styrk og liðleika frá grunni.

Ekki vera feimin að skrá þig og mæta með litla krílið þitt í skemmtilega og fjölbreytta tíma í polefitness en það kom mér af stað eftir barnsburð. :)

Kennari námskeiðs: Unnur Kristín Óladóttir, ÍAK einkaþjálfari og nokkurra ára reynsla í polefitness

Smelltu hér til að skrá þig.

unnur-pole

By |2018-07-26T01:11:34+00:00December 5th, 2016|Eríal Pole|0 Comments

About the Author:

Endilega sendu okkur línu á erial@erial.is ef þú hefur einhverjar spurningar.
English Íslenska