Kynning á skráningarkerfinu 

  • Við erum með svokallað “drop in” kerfi í staðin fyrir námskeið svo þú getur byrjað þegar þér hentar.
  • Í staðinn fyrir námskeið bjóðum við upp á  kort með ákveðinn fjölda tíma sem fer eftir því hversu oft í viku/mánuði þú vilt æfa.
  • Kortin eru öll rafræn og skráningarforritið tekur sjálfkrafa skipti af kortinu þínu þegar þú kemur í tíma.
  • Skráning fer fram á Stundatafla og skráning eða með Eríal Pole appinu. 

Öll kortin gilda í alla tíma á stundatöflu og æfingasalinn

Athugaðu samt að þú getur aðeins skráð þig í tíma sem henta þínu erfiðleikastigi.
Einnig er hægt að nýta kortin til að bóka æfingatíma án kennara. Sem sagt, ef enginn af tímunum á stundatöflunni henta þér þá geturðu nýtt kortið þitt til að æfa sjálf/ur í æfingasalnum. Ótakmarkaður aðgangur að Eríal Gymminu fylgir öllum 30 daga kortum. Verðskrá eru að finna hér

Það er ekki nauðsynlegt að vera með fasta tíma svo þetta fyrirkomulag ætti að henta fólki sem er í vaktavinnu sérstaklega vel.

Viltu frekar vera með fasta tíma? Ekkert mál!
Stundataflan verður áfram svipuð og hún hefur alltaf verið. Þú getur bókað fasta tíma allt að 30 daga fram í tímann. Ef þú einhverra hluta vegna kemst ekki í tímann þinn þá geturðu afbókað hann og tekið annan í staðinn. Eini munurinn er sá að þú missir ekki lengur tímann þinn ef þú kemst ekki.

Meiri sveigjanleiki

Það er allt í lagi þótt þú komist ekki í fyrstu tíma mánaðarins því þú getur byrjað hvenær sem er! 
Ef þú kaupir t.d. kort með 30 daga gildistíma þá rennur kortið ekki út fyrr en 30 dögum eftir að þú notar fyrsta tímann á kortinu.

Afbókunar fyrirvari er 6 klst. 
Það er 6 klukkustunda afbókunar fyrirvari sem þýðir að ef þú afbókar tímann þinn amk 6 tímum áður en hann á að hefjast færðu tímann endurgreiddan inn á Eríal Pole kortið þitt. Ef þú getur ekki afskráð þig hafðu samband í erial@erial.is og láttu vita þannig. Sami fyrirvari gildir um afbókarnir sem fara fram í gegnum email. 

Það eru tvær megin ástæður fyrir þessari reglu. Í fyrsta lagi er þetta gert til þess að hægt sé að gefa næstu manneskju sem er á biðlista plássið þitt, ásamt því að gefa þeim nægan fyrirvara til að geta mætt. Í öðru lagi þá þurfum við að hafa lágmarksskráningu til þess að hafa forsendur til að halda tímann. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur hann niður og við sendum skilaboð á þá sem voru skráðir og þeir geta þá farið í annan tíma í staðinn. Ekki er tekið af kortun fyrir þá tíma sem falla niður. 

Athugið að allir skráðir sjálfkrafa sem byrjendur og geta bara skráð sig í byrjendatíma þegar maður skráir sig í fyrsta skipti í nýja skráningarkerfið 
Ef þú ert að gera nýskráningu í kerfið okkar er Facebook síðu Eríal Pole  eða senda okkur línu á erial@erial.is og taka fram í hvaða erfiðleikastigi þau eru í til þess að geta skráð sig í framhaldshópa. Þjálfari þarf að skoða nýskráninguna og staðfesta að þetta séu réttar upplýsingar. Erfiðleikastigið ykkar uppfærist ekki samstundis þegar þetta er gert. Þess vegna viljum við hvetja alla til þess að skrá sig tímanlega.

Pop-up tímar á stundatöflunni! 

Við stefnum á að vera reglulega með öðruvísi tíma, bæði á virkum dögum og um helgar. Þeir geta poppað upp hvenær sem er svo við mælum með því að skoða stundatöfluna reglulega og skrá sig tímanlega. Þetta gefur nemendum tækifæri á að prufa eitthvað nýtt, brjóta upp rútínuna og  fókusera á aðra hluti en venjulega.

Það er komið Eríal Pole app! 

Með appinu er enn auðveldara og fljótlegra að skrá sig í tíma. Með appinu þarfu ekki lengur að skrá inn allar upplýsingarnar þínar í hvert skipti sem þú skráir þig. Í appinu getur þú skoðað stundatöfluna, skráð þig í tíma og afskráð, bókað æfingaherbergið eða einkatíma. Þú getur einnig fylgst með því hvað þú átt marga tíma eftir á kortinu þínu og hversu lengi þeir gilda.