Langtímakort 2x í viku

Langtímakort 2x í viku2018-10-16T17:31:49+00:00

Kortin eru öll rafræn og skráningarforritið tekur sjálfkrafa skipti af kortinu þínu þegar þú kemur í tíma. Öll kortin gilda í alla tíma á stundatöflu. Einnig verður hægt að nýta kortin til að bóka æfingasalinn sem ekki hefur verið hægt hingað til. Sem sagt, ef enginn af tímunum á stundatöflunni henta þér þá geturðu nýtt kortið þitt til að æfa í æfingasalnum.
Ótakmarkaður aðgangur að Eríal Gymminu fylgir öllum langtíma kortum.

Þessi kort eru tilvalin ef þú vilt æfa 2x í viku.
Athugaðu samt að þú færð alla tímana í einu inn á kortið þitt og þú ræður sjálf/ur hvernig þú dreifir tímunum yfir gildistímann.
Kostirnir við þetta eru að ef þú missir t.d. úr viku þá getur þú æft oftar í staðinn í einhverri annarri viku.

Hægt er að velja á milli staðgreiðslu eða að nota boðgreiðslur til þess að skipta greiðslunni upp og greiða mánaðarlega.

24 tímar - 3 mánuðir

37900kr
  • Aðgangur að Eríal Gymminu fylgir
  • Gildir í 3 mánuði eftir að þú notar fyrsta tímann á kortinu
  • 12.633 kr. á mánuði með boðgreiðslum

48 tímar - 6 mánuðir

70900kr
  • Aðgangur að Eríal Gymminu fylgir
  • Gildir í 6 mánuði eftir að þú notar fyrsta tímann á kortinu
  • 11.816 kr. á mánuði með boðgreiðslum

96 tímar - 12 mánuðir

133900kr
  • Aðgangur að Eríal Gymminu fylgir
  • Gildir í 12 mánuði eftir að þú notar fyrsta tímann á kortinu
  • 11.158 kr. á mánuði með boðgreiðslum
Eríal Pole er aðili að frístundakorti ÍTR (fyrir 18 ára og yngri búsetta í Reykjavík ef keypt er 3 mánaða kort)
English Íslenska