Opin Dagskrá

Við erum að fara að opna aftur!!

Vegna aðstæðna verður dagskráin með öðruvísi sniði út janúar. Við byrjum með opna dagskrá 18. janúar á meðan við komum okkur aftur í gang eftir langa pásu og gömlu góðu námskeiðin hefjast svo aftur í byrjun febrúar.

Hvernig virkar þetta?

Í opinni dagskrá skráir þú þig í þá tíma sem þér hentar og dagskráin er mismunandi á milli daga.
Við verðum með færri tíma í boði og munum því leggja áherslu á tíma sem henta breiðari hóp súlu og loftfimleika iðkenda. 

Fyrir hverja eru tímarnir?

Við verðum með fjölbreytta dagskrá fyrir nemendur sem hafa verið hjá okkur áður ásamt tímum fyrir byrjendur.
Í suma tíma er nauðsynlegt að hafa tekið ákveðin námskeið áður. í lýsingunni fyrir hvern tíma er tekið fram hvaða grunn þarf að hafa. Ef þú ert ekki viss má alltaf senda okkur línu á erial@erial.is.

Flestir tímarnir verða fyrir blönduð erfiðleikastig. Mundu bara að skoða lýsinguna fyrir hvern tíma áður en þú skráir þig til að vera viss um að hann henti þínu erfiðleikastigi.

Hvernig skrái ég mig og þarf ég að skrá mig áður en ég mæti?
Já það er nauðsynlegt að hafa skráð sig áður en mætt er. Til þess að skrá sig þarftu að finna tíma hér á stundatöflunni fyrir neðan og smellir á skrá mig.
Athugið að ekki er hægt að skrá sig án þess að eiga kort í Eríal Pole. (Ekki hika við að hafa samband á erial@erial.is ef þú lendir í vandræðum)

Hvað kostar að vera með?
Hægt er að nota klippikort Eríal Pole eða borga staka tíma. Skrollaðu alla leið niður á þessari síðu til að kaupa kort.

Varstu búin/nn að kaupa námskeið sem féll niður vegna covid-19?  Ef svo er, þá eru eftirfarandi möguleikar í boði…

Ef þú áttir inni staka tíma sem féllu niður  færð þú klippikort með þeim fjölda tíma sem féllu niður. Klippikortið getur þú síðan notað í opnu dagskránna,  æfingasalinn eða aðra staka tíma. Klippikortið gildir í 12 mánuði. (Það er ekki hægt að nota staka tíma upp í verð á námskeiði.)

Ef þú keyptir námskeið sem var ekki haldið vegna covid getur þú fengið að eiga það inni og notað það hvenær sem er á árinu 2021.

Vantar þig aðstoð? Hafðu samband á erial@erial.is

Verslun

Hér fyrir neðan getur þú verslað staka tíma, fimm eða tíu tíma kort. Kortin gilda í 12 mánuði.

Nældu þér í klippikort á early bird verði! Gildir til 17. janúar.