Í aerial silks eru æfingarnar gerðar í langri silkislæðu. Ef þú hefur einhvern tímann dáðst að loftfimleikafólkinu í sirkusnum og langað að takast á loft þá er þetta námskeið fyrir þig!
Þrjú getustig eru í boði í silki í haust: Byrjendur, miðstig og framhald. Þú getur valið hóp hér að neðan!
Við erum með 16 ára aldurstakmark. Hafðu samband á erial@erial.is ef þú vilt nota frístundastyrkinn.

Hlökkum til að sjá þig!

  • Aerial Silks - Byrjendanámskeið 6 vikna námskeið, kennt 1x í viku

    5. apríl - 10. maí 2024 Föstudagar kl. 17:30 - 18:30

    Þetta er námskeið fyrir byrjendur í Aerial Silks. Hér er farið í undirstöðuatriði og grunnæfingar í silki, trikk og klifur! Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar í level 1 því við vinnum að því að byggja það upp í tímunum. Ávinningar þess að stunda Aerial Silks eru sterkari vöðvar, meiri liðleiki og góður félagsskapur! Lofum góðri skemmtun og hvetjandi umhverfi!
    • Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
    • Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
    • Mælum með Flex Liðleikaþjálfun fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikort eða skráðu þig á allt námskeiðið.
    • Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
    • Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.
  • Aerial Silks – Framhald 6 vikna námskeið, kennt 2x í viku

    4. apríl - 14. maí 2024 Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:10-18:10

    Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Til þess að fara í Aerial silks – Framhald er nauðsynlegt að hafa lokið að minnsta kosti einu Miðstigsnámskeiði og að þjálfari hafi metið svo að nemandi sé tilbúinn að færa sig upp. Það er ótrúlega persónubundið hversu lengi eða fljótt fólk fer upp um erfiðleikastig og við hvetjum nemendur til að tala við sinn þjálfara til þess að fá mat.
    • Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
    • Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
    • Mælum með Flex Liðleikaþjálfun fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikort eða skráðu þig á allt námskeiðið.
    • Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
    • Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.
  • Fimmtudaginn 28. mars 2024

    Vertu með okkur á Skírdag, við ætlum að halda workshop-dag!

    Þjálfarar okkar hafa búið til fjölbreytta dagskrá af tímum á alls kyns áhöldum. Upphaf páskafrísins að hætti Eríal með hreyfingu, félagsskap og skemmtun! Það er eitthvað í boði fyrir alla og flestir tímarnir henta öllum getustigum.

    Verð: 4500 kr/tíminn EÐA 4000 kr/tíminn ef þú skráir þig í tvo tíma eða fleiri! (til að skrá þig á fleiri en einn tíma skaltu velja Combo x2 eða Combo x3 og skrifa athugasemd við val þitt)

    ______

    Thursday, March 28th Join us on Skírdagur for a special one-of-a-kind Spring workshops day!

    Our instructors have put together a fun variety of classes on all different sorts of apparatuses. Start off your Easter break the Eríal way with movement, activity, and fun! There's something for everyone, and most are suitable for all levels of experience.

    Price: 4500kr each OR 4000kr each for 2 or more! (to sign up for multiple workshops, select Combo x2 or Combo x3 and comment which classes you would like.)  
  • eríal silki

    Aerial Silks – Miðstig 6 vikna námskeið, kennt 2x í viku

    4. apríl - 14. maí 2024 Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:10-18:10

    Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Til þess að fara í Aerial silks - Miðstig er nauðsynlegt að hafa lokið að minnsta kosti einu byrjendanámskeiði og að þjálfari hafi metið svo að nemandi sé tilbúinn að færa sig upp. Það er ótrúlega persónubundið hversu lengi eða fljótt fólk fer upp um erfiðleikastig og við hvetjum nemendur til að tala við sinn þjálfara til þess að fá mat.
    • Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
    • Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
    • Mælum með Flex Liðleikaþjálfun fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikort eða skráðu þig á allt námskeiðið.
    • Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
    • Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.

Go to Top