Verðskrá Eríal Pole
Smelltu á myndina til að stækka!
- Nú getur þú skráð þig í ótímabundina áskrift hjá Eríal Pole!
- Sjáðu hvaða námskeið eru í boði með því að smella hér!
-
Viltu æfa um hátíðirnar? Við bjóðum nú upp á tímabundinn lyklaaðgang á sérstöku jólaverði meðan lokað er í stúdíóinu 20. des - 6. jan.
- Fyrir þau sem vilja æfa utan opnunartíma.
- Nemandi þarf að hafa tekið amk 3 námskeið hjá Eríal og starfsfólk metið það svo að nemandi sé hæf/ur til að æfa á eigin vegum.
- Nemandi hittir starfsmann hjá Eríal þar sem farið verður yfir öll öryggisatriði í stúdíóinu. Þú lærir meðal annars að opna og loka stúdíóinu, setja upp aerial áhöld eða setja á spin og static.
- Æfingar í Stúdíóinu eru á eigin ábyrgð og þarf nemandi að skrifa undir skilmála Eríal Pole áður en hann fær aðganginn.
-
Langar þig að ná meiri árangri? Við bjóðum upp á semi-einkatíma fyrir tvo nemendur í flex, pole, lyru og silki! Frábært fyrir æfingarfélaga sem vilja ná meiri árangri. Verð er 9000 kr. per nemenda. Sendu okkur línu á erial@erial.is fyrir nánari upplýsingar. Segðu okkur hvað þú hefur í huga og við finnum fyrir þig þjálfara sem getur hjálpað þér að ná þínum markmiðum!
-
Xpert þrýstisúla frá X-Pole - þarf hvorki að skrúfa í gólf né loft!
X-Pole er leiðandi merki í súluheiminum og er sama merki og við notum í Eríal Pole. Þessi súla er hönnuð til heimanotkunar.- Passar í lofthæð frá 2235mm til 2745mm.
- Húðun: Chrome (silfurlituð)*
- Þvermál: 45mm.
- Hægt er að stilla á bæði spin (snúning) og static (föst)
- Einföld í uppsetningu. Þarft ekki stiga!
- Örugg og stöðug.
- Þarf ekki að skrúfa í loft eða gólf.
- Verð: 99.000,- kr. (24% vsk innifalinn í verði)
Hafðu samband við erial@erial.is ef þú vilt dreifa greiðslum.