Eríal fjarþjálfun

Eríal fjarþjálfun

5.000 kr.

Eríal Pole lokar tímabundið vegna samkomubanns en hreyfing getur aldrei hætt og sjaldan hefur verið mikilvægara að hreyfa sig. Þegar Eríal Pole opnar aftur viljum við að þið komið alveg jafn sterk tilbaka og því höfum við sett saman stundatöflu með æfingum sem eru hannaðar til þess að viðhalda styrk, þoli, liðleika og andlegu heilbrigði sem eiga að henta öllum okkar nemendum óháð því hvort þið séuð byrjendur eða lengra komin.

Fjarþjálfunin mun fara fram “live”. Smelltu hér til að sjá dagskránna.

Við skráningu færð þú svo sendann aðgang á fjarþjálfunina á emailið þitt og munt þú fá aðgang að öllum tímunum á dagskránni fyrir aðeins 5000kr.

Það þarf ekki mikið pláss til að taka þátt og ef þú hefur pláss fyrir yogadýnu, þá hefurðu pláss fyrir Eríal fjarþjálfun! Það þarf heldur engin loftfimleika áhöld til að geta verið með og þó það sé gott að eiga yogadýnur eða hnéhlífar þá er það ekki nauðsynlegt og vel hægt að nota til dæmis stórt handklæði eða púða undir hné ef þessir hlutir eru ekki til á heimilinu.

Description

Hér er brot af þeim tímum sem verða í boði. Smelltu hér til að sjá stundatöfluna

Sófa splitt – Ekkert betra en að kúra í sófanum, hví ekki að nota hann í að komast lengra í átt að splittinu sínu líka?

Bak og axlir – Eftir að fólk er farið að vinna mikið heima fer það að leyfa sér alls konar óhollar stöður fyrir bakið og axlirnar. Hér ætlum við að nota það sem við eigum heima til að létta á baki og öxlum og reyna að auka liðleikann samtímis!

Þrek og úthald (Tabata) – sérstaklega gott á svona tímum að halda lungunum aktívum. Farið verður í tabata hring með það markmið að svitna og hafa gaman. Áhersla á allan líkamann.

Stóla tækni og flæði – flestir eiga stóla heima sér. Farið verður yfir tækni og flæði á hefðbundnum stól ásamt styrktaræfingum sem hægt er að gera til að efla tæknina.

Twerk og Shimmy – alltaf gaman að hrista eitthvað saman. Farið verður yfir twerk tækni og shimmy tækni ásamt styrktaræfingum til að efla tæknina.

Heimaæfingar fyrir invert og upphífingar – fullt af æfingum sem hægt er að gera heima án tækja til að ná fallegra inverti/chopper. Áhersla á beinar fætur (pointy toes), kviðstyrk, bak, tví- og Þríhöfða ásamt gripstyrk. Einnig verður farið yfir styrktaræfingar til að viðhalda upphífingar styrknum.

Booty Pump og Core – áhersla á einn stærsta vöðvann í líkamanum og mikilvægt að viðhalda styrk í honum.

Styrkur fyrir loftfimleikafólk – Hvernig á að koma í veg fyrir verki í úlnliðum og framhandleggjum og auka grip, farið verður í styrktar æfingar sem mikilvægt er fyrir þá sem stunda loftfimleika geri.

Aktívur liðleiki – Hvernig kem ég fætinum hærra!? Áhersla á að auka styrk í mjöðmum og rassvöðvum sem hjálpar til við standandi split og tilt split.

Heimaflow – Hreyfiflæði í litlu rými, hentar öllum sem vilja auka hreyfigetu sína og flæði, kenndar verða floorwork stöður og fá nemendur ýmsar æfingar sem hjálpa til við að skapa eigin flæði á milli staða.

Höfuð og handstöður – Farið verður í grunninn á því að auka styrk og jafnvægi fyrir höfuð og handstöður hægt að gera upp við vegg eða án fyrir þá sem treysta sér eða hafa pláss

Legday – Fæturnir gleymast stundum hjá loftfimleikafólki farið verður í allskonar styrktaræfingar fyrir fætur.

Pointe – Hvernig fæ ég fallegra Pointe. Allskonar æfingar sem fókusa á að auka styrk og liðleika í ristum.

Frambeyjur – Gerðar verða allskonar æfingar með áherslu á að auka frambeygju liðleika sem hjálpar til við allar straddle og pancake stöður. Æfingar útfærðar til að henta bæði byrjendum og lengra komnum. Þarf ekki að vera liðugur til að taka þátt.

ALLIR tímar henta öllum levelum og öllum apparötum.

You may also like…