Pole Dance 101
Þriðjudagar kl 19:00 – 20:00

Í Pole Dance 101 ráða háir hælar, bodywaves og kynþokkafullar hreyfingar ríkjum og kenndar eru dansrútínur og flæði.Við mælum klárlega með þessum tímum fyrir alla sem elska að dansa.
(18 ára aldurstakmark í Pole Dance 101)

Flex – liðleiki og styrkur

Föstudagar kl. 17:30-18:30

Flex er hin fullkomna viðbót til að æfa samhliða öðrum íþróttum og sérstaklega í súlu og loftfimleikum vegna þess að aukin hreyfigeta gerir allt svo mikið auðveldara. Flex er ekki bara fyrir þau sem eru þegar liðug því það geta allir bætt liðleikann sinn. Lögð er áhersla á aktívar styrktar og liðleikaæfingar.