Intro to Aerial Silks
6 vikna námskeið – kennt 1x í viku. 7 skipti.
24. maí – 28. júní 2022
Þriðjudagar kl. 19:25-20:25
Ef þú hefur einhverntíman dáðst að loftfimleikafólkinu í sirkusnum og langað til þess að vita hvernig það er að takast á loft þá er þetta námskeið fyrir þig!
Á námskeiðinu munt þú læra fyrsta hnútinn þinn til þess að geta stigið upp í silkið. Í intro to silks er lögð meiri áhersla á flæði og farið hægar yfir en á hinum námskeiðunum okkar. Hér lærir þú silki alveg frá grunni og þarf enga reynslu til að vera með!
Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!