Léttar teygjur fyrir allan líkamann sem henta öllum óháð getustigi. Góður undirbúningstími fyrir Flex námskeið þar sem farið er í dýpri teygjur og erfiðari liðleikaæfingar.
Klæðnaður í tímanum:
Við mælum með því að vera í þæginlegum fötum, sokkum og æfingabuxum sem ná yfir hnén.
Fyrir hverja er tíminn?
Við mælum klárlega með þessum tíma fyrir alla sem vilja byrja að teygja á og verða liðugri og þá sem hafa verið áður en eru að byrja aftur eftir langa pásu.