Pole Dance 101 & Intro to Pole
6 vikna námskeið

Þessi tvö námskeið fullkomið kombó ef þú vilt æfa tvisvar í viku!

Námskeið hefst 17. mars

Pole Dance 101 – Þriðjudagar kl 19:00 – 20:00
Intro to Pole – Fimmtudagar kl. 19:00 – 20:00

Í Pole Dance 101 ráða háir hælar, bodywaves og kynþokkafullar hreyfingar ríkjum og kenndar eru dansrútínur og flæði.
Á þessu námskeiði lærið þið pole dance alveg frá grunni og þarf enga reynslu í pole eða dansi til að vera með!
Við mælum klárlega með þessum tímum fyrir alla sem elska að dansa.
(ath. að það er 18 ára aldurstakmark í Pole Dance 101)

Intro to pole eru tímar fyrir þá sem hafa aldrei prufað pole fitness áður. Í þessum tímum lærir þú grundvallartæknina að Pole fitness ásamt því að byggja upp styrk.

 

Klæðnaður í Pole Dance 101:
Háir hælar eru málið í þessum tíma! Við munum gera floorwork og fara niður á gólf svo við mælum með því að vera annað hvort í buxum sem ná yfir hnén, háum sokkum eða með legg- eða hnéhlífar. Ef þú átt ekki hæla er hægt að fá þá hjá okkur í Eríal Pole.

Klæðnaður í Intro to Pole:
Í intro to pole þarf ekki að vera í stuttbuxum. Við mælum með hlýrabol og leggings. Gott er ef hægt er að bretta þær rétt upp fyrir hné.