Tímar fyrir súlubyrjendur!
Í þessum tímum lærir þú grundvallartæknina að pole fitness og pole dance ásamt því að byggja upp styrk. Hér lærir þú helstu byrjenda snúningana sem eru svo settir saman í ör-rútínur.Í intro to pole er lögð meiri áhersla á flæði en í pole fitness námskeiðunum og farið hægar yfir.

Klæðnaður í tímanum.
Í intro to pole þarf ekki að vera í stuttbuxum. Við mælum með hlýrabol og leggings.

Fyrir hverja er tíminn?
Hér lærir þú pole dance alveg frá grunni. Þetta er einstakt tækifæri til þess að koma í prufutíma því Intro to Pole námskeiðin fyllast hratt og því venjulega ekki hægt að koma í prufutíma.

Aldurstakmark: 18 ár