Föstudaginn, 16. desember, höldum við jól í Eríal Pole og þér er boðið!
Litlu Jólin byrja kl. 18:00 á föstudaginn. Sýning í boði þjálfara og nemenda byrjar fljótlega þar á eftir! Það verður tími fyrir og eftir sýninguna til að taka myndir af sér við fallegan jóla bakgrunn.
Ókeypis aðgangur fyrir núverandi nemendur Eríal Pole, þ.e. nemendur sem eru á námskeiði.
Verð fyrir aðra gesti er 1600 kr í forsölu eða 2000 kr við hurð (ef það er enn pláss!).
Vinsamlegast skráðu þig sem allra fyrst þar sem við erum með takmörkuð pláss!
Vilt þú koma fram og sýna hvað þú hefur verið að æfa undanfarið? Sendu okkur tölvupóst á erial@erial.is. Það getur ýmist verið freestyle, rútína eða þess vegna eitt combo! Að sjálfsögðu er Jólaþema!