Aerial Hoop – Byrjendanámskeið | hefst 17. ágúst! 2 fyrir 1

25.900 kr.

6 in stock

Lyra – Byrjendanámskeið
6 vikna námskeið, kennt 2x í viku.

17. ágúst – 26. september 2022
Mánudagar miðvikudagar kl. 17:15-18:15

2 fyrir 1! Taktu vin eða vinkonu með og lærðu grunnstöður og fallega snúninga! Að deila hring með einhverjum gerir æfingarnar enn skemmtilegri! Settu nafn, símanúmer og netfang æfingafélagans í athugasemd þegar þú gengur frá skráningu.

Aerial hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja prófa eitthvað nýtt.

Ávinningur þess að stunda Aerial Hoop er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl! 

KAUPAUKI! Frjálsir tímar í stundatöflu fylgja frítt með öllum keyptum námskeiðum! Nú getur þú æft oftar í viku fyrir sama verð! 

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.

6 in stock

Description

Lærðu grunnstöður og fallega snúninga! Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja prófa eitthvað nýtt.

Aerial hoop er einnig kölluð lyra eða loftfimleikahringur.

Aðrar hagnýtar upplýsingar:

2 fyrir 1 tilboð:

Þau sem nýta sér þetta tilboð deila loftfimleikahring (sem gerir æfingarnar enn skemmtilegri!)

Klæðnaður:

Í þessum tíma er best að vera í síðum leggings eða æfingabuxum og síðum bol. Best er að vera ekki í of víðum fötum því við viljum ekki að fatnaðurinn flækjist fyrir á lyrunni.

Dagsetningar: 

17. ágúst – 26. september 2022

Þjálfari:

Þjálfari námskeiðisins er Alejandro

Smáa letrið:

Námskeið standa í mislangan tíma og þátttakendur þurfa að kynna sér vel hvort rétt námskeið er valið áður en gengið er frá skráningu. Ekki er hægt að breyta skráningu, færa milli hópa eða tímabila né endurgreiða þegar námskeið er að hefjast eða þegar hafið. Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Eríal Pole og lýsingu námskeiða áður en gengið er frá skráningu. Ef eitthvað er óljóst bendum við viðskiptavinum á að hafa samband.

You may also like…

Go to Top