Lyra – Byrjendur-miðstig

Mánudagar kl. 20:00 og fimmtudagar kl. 18:00

Lýra er loftfimleikahringur sem á rætur sínar að rekja til sirkuslista. Æfingar í lýrunni reyna í senn á jafnvægi, styrk, samhæfingu og liðleika. Þetta námskeið hentar byrjendum á lýrunni og ekki er nauðsynlegt að hafa neinn grunn í öðrum íþróttum eða dansi til að byrja að æfa. Hér er farið yfir undirstöðuatriði og grunnæfingar á lýrunni, kenndar aðferðir við að komast inn í hringinn, einfaldar stöður og styrktaræfingar sem hægt er að gera með og í hringnum. Lýrurnar er hægt að hækka og lækka eftir þörfum svo hver sem er getur gert fallegar samsetningar strax í fyrsta tíma

Klæðnaður:
Leggings og síðerma- eða stuttermabolur.
Við mælum ekki með því að vera í víðum eða lausum fatnaði því hann getur flækst fyrir manni.

Kennari er Lilja Salóme