Lyra – Framhald
6 vikna námskeið
15. mars – 26. apríl 2021
Mánudagar og miðvikudagar kl. 17:15-18:15
Þetta er framhaldsnámskeið í Lyru loftfimleikum fyrir alla sem eru tilbúnir að taka æfingarnar á næsta plan! Lýra er loftfimleikahringur sem á rætur sínar að rekja til sirkuslista. Æfingar í lýrunni reyna í senn á jafnvægi, styrk, samhæfingu og liðleika. Í þessum tímum verður farið í fallegar stöður uppi á hringnum sem og flóknari samsetningar.
Þetta námskeið fyrir þau sem hafa tekið byrjendanámskeið einusinni eða oftar og eru tilbúin í að reyna við erfiðari lýru æfingar. Mikilvægt er að hafa ráðfært sig við þjálfara áður en þú skráir þig í framhalds hópinn en nauðsynlegt er að vera með ákveðinn grunn áður en farið er í framhald. Hægt er að senda meil á erial@erial.is ef það eru einhverjar spurningar.
Hér er farið í erfiðari æfingar í lýrunni ásamt samsetningum og flæði.
Klæðnaður í tímanum:
Í þessum tíma er best að vera í síðum leggings eða æfingabuxum og síðum bol.
Kennari er Alice Corra