Lyra – Framhald

Mánudagar og miðvikudagar kl. 18:45-19:45

Þetta námskeið fyrir þau sem hafa tekið byrjendanámskeið einusinni eða oftar og eru tilbúin í að reyna við erfiðari lýru æfingar. Mikilvægt er að hafa ráðfært sig við þjálfara áður en þú skráir þig í framhalds hópinn en nauðsynlegt er að vera með ákveðinn grunn áður en farið er í framhald. Hægt er að senda meil á erial@erial.is ef það eru einhverjar spurningar. 

Hér er farið í erfiðari æfingar í lýrunni ásamt samsetningum og flæði.

Klæðnaður:
Leggings og síðerma- eða stuttermabolur.
Við mælum ekki með því að vera í víðum eða lausum fatnaði því hann getur flækst fyrir manni.

Kennari er Lilja Salóme