Tími fyrir byrjendur þar sem farið verður í grunntækni og einfaldar stöður á lyrunni. Lyra er loftfimleikahringur og nefnist einnig aerial hoop. Oftast fyllast byrjendanámskeiðin fljótt svo þetta er einstakt tækifæri til þess að koma í stakan prufutíma!
Klæðnaður í tímanum:
Í þessum tíma er best að vera í síðum leggings eða æfingabuxum og síðum bol.
Fyrir hverja er þessi tími?
Fyrir alla sem hafa áhuga á að prófa en hafa verið lítið eða ekkert í loftfimleikum áður.