Pole Fitness – Level 1 | 2x í viku | hefst 30. mars!

27.900 kr.

4 in stock

Pole Fitness level 1 – Byrjendanámskeið
6 vikna námskeið, kennt 2x í viku

30. mars – 11. maí 2023 (ath. lokað 6. apríl útaf Uppstigningardegi)
Þriðjudagar og fimmtudagar kl 19:25 – 20:25

Þetta er námskeið fyrir byrjendur í pole fitness. Hér er farið í undirstöðuatriði og grunnæfingar í polefitness, snúninga og klifur! Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar í level 1 því við vinnum að því að byggja það upp í tímunum.

Ávinningur þess að stunda pole fitness er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl! Komdu og lærðu fyrsta snúninginn þinn hjá okkur!

 Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu. 

 

Á þessu námskeiðstímabili munum við flytja í nýtt húsnæði. Námskeiðið mun byrja í stúdíóinu okkar að Rauðarárstíg 31 (bakhúsi), og enda í nýja stúdíóinu okkar sem verður einnig í 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar verða sendar á alla nemendur.

4 in stock

Description

Sjáðu hvað nemendur okkar segja um pole fitness námskeiðin:

“Skemmtilegasta og jafnframt mest ögrandi íþrótt sem ég hef æft, pole gerir kraftaverk fyrir sjálfstraustið og líkamsástina. Allir kennarar svo ljúfir og hvetjandi, ekkert nema ást og yndi hérna”

“Mjög skemmtilegt námskeið, maður finnur aukinn styrk í líkamanum strax eftir 2 vikur.”

”Ég er svo ánægð með kennarana sem eru ótrúlega duglegir í því að hjálpa og hrósa öllum og sjá til þess að öllum líði vel!”

“Atmosphere is amazing!!! Amazing instructors”

“Safe and encouraging place where one can learn with fun. Every person matters and different needs are always tried to be taken care of. Absolutely recommended!”

“Eríal gaf mér öruggan stað til þess að efla sjálfstraustið mitt, styrkja mig og eyða tíma með sjálfri mér þegar ég átti ekkert annað að.”

“The instructors and owners are so talented, sweet, and helpful, the environment is so supportive and encouraging. They offer everything from one-off classes to full courses to a subscription plan, even bachelorette parties and group deals. If you want the best fitness and self-expression experience of your life, check them out!”

 

Aðrar hagnýtar upplýsingar:

Klæðnaður:
Stuttbuxur og hlýrabolur. Okkur finnst líka gott að vera í síðum æfingabuxum utan yfir stuttbuxurnar í byrjun tímans á meðan hitað er upp.

Dagsetningar:
30. mars – 11. maí 2023

Ath. lokað 6. apríl útaf Uppstigningardegi. / Closed April 6th because of public holiday!

Þjálfari:

Þjálfari námskeiðsins er Clizia

Smáa letrið:

Pole Fitness level 1. Námskeið standa í mislangan tíma og þátttakendur þurfa að kynna sér vel hvort rétt námskeið er valið áður en gengið er frá skráningu. Ekki er hægt að breyta skráningu, færa milli hópa eða tímabila né endurgreiða þegar námskeið er að hefjast eða þegar hafið. Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Eríal Pole og lýsingu námskeiða áður en gengið er frá skráningu. Ef eitthvað er óljóst bendum við viðskiptavinum á að hafa samband.

 

Annað:

Hafðu samband við erial@erial.is ef þú ert með einhverjar spurningar! :)

Go to Top