Pole Fitness level 1 – Byrjendanámskeið
6 vikna námskeið, kennt 2x í viku
30. mars – 11. maí 2023 (ath. lokað 6. apríl útaf Uppstigningardegi)
Þriðjudagar og fimmtudagar kl 19:25 – 20:25
Þetta er námskeið fyrir byrjendur í pole fitness. Hér er farið í undirstöðuatriði og grunnæfingar í polefitness, snúninga og klifur! Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar í level 1 því við vinnum að því að byggja það upp í tímunum.
Ávinningur þess að stunda pole fitness er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl! Komdu og lærðu fyrsta snúninginn þinn hjá okkur!
Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.
Á þessu námskeiðstímabili munum við flytja í nýtt húsnæði. Námskeiðið mun byrja í stúdíóinu okkar að Rauðarárstíg 31 (bakhúsi), og enda í nýja stúdíóinu okkar sem verður einnig í 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar verða sendar á alla nemendur.