Í aerial silks eru æfingarnar gerðar í langri silkislæðu. Farið er í ýmsar þrek- og styrktaræfingar, bæði með og án silkisins. Hér lærið þið silki alveg frá grunni og þarf enga reynslu til að vera með.
Klæðnaður í tímanum:
Við mælum með að vera í síðum leggings, í stutt- eða síðerma bol en gott er að hafa í huga að vera ekki í víðum fötum eða fötum úr bómullarefni því þau eiga það til að flækjast fyrir í slæðunum. Einnig skal passa að það séu ekki rennilásar á æfingafötunum.
Fyrir hverja er tíminn?
Tíminn er fyrir alla sem hafa aldrei æft aerial silks áður og langar að koma og prufa!