Splitt liðleikaþjálfun – Fjarþjálfun

Föstudaginn 30. október kl. 18:00

Splitt tími þar sem unnið verður í aktífum og passífum liðleika til að komast nær markmiðinu um að komast í splitt! Tíminn hentar öllum þar sem hægt er að gera erfiðari og auðveldari útgáfur af öllum æfingunum. Það eina sem þarf fyrir tímann er jógadýna eða handklæði til að liggja á og jógablokkir eða annað til að halda í ef þið eruð ekki farin að geta snert gólfið í splitt stöðu (þykkar bækur, foam rúlla eða stóll virkar líka, bara það sem er til heima og hentar ykkur)

Kennari: Þórunn Margrét

Hvernig nálgast ég tímann?
Þegar þú hefur keypt tímann í vefversluninni færð þú senda kvittun í tölvupósti sem inniheldur link í tímann.