FST – Fascial Stretch Therapy

Hvað er Fascia?
Fascia er vöðvafell – bandvefslag sem umlykur og aðskilur alla vöðva, líffæri og vöðvahópa. Vöðvafellin eru hluti af bandvefskerfi líkamans sem styður við allar byggingareiningar hans. Þau ná til allra trefjaríkra vefja eins og sinafellinga, liðbanda, sina, liðpoka, kirtla og himna.

FST er skilvirk og sársaukalaus stoðkerfismeðferð í vöðvateygjum/bandvefslosun.
FST er mild aðferð sem mýkir og slakar á taugakerfinu og leyfir líkamanum að losa streitu áreynslulaust.

Teygjurnar hjálpa til við að endurnýja liðvökvann – Hlutverk liðvökvans er að smyrja snertifleti beinanna, minnka núning í liðnum, næra brjóskhimnur beinanna og losa þær við úrgang.
Liðleiki skiptir því miklu máli hjá íþróttafólki ef stunda á íþróttir án álagsmeiðsla.
Teygjumeðferðin
lengir vöðvana og aðra aðliggjandi mjúkvefi með því að setja ákveðinn líkamshluta í stöðu til þess að fá tog á sinar og vöðva.

Teygjur eru þó ekki aðeins fyrir fólk sem stundar íþróttir. Fólk í kyrrsetuvinnu er hvatt til að stunda liðleikaþjálfun reglulega því í mikilli kyrrsetu geta liðirnir orðið stífir og erfitt getur orðið að rétta úr sér.
Góður liðleiki hjálpar líkamanum að viðhalda teygjanleika í vöðvunum og skapað þar með betri hreyfiferil í liðunum sem og vellíðun við daglegt líf. Aukinn liðleiki eykur lífsgæði fólks og veitir því meira sjálfstæði á eldri árum og í daglegu lífi.

Ávinningar FST:

  • Dregur úr vöðvaeymslum og fyrirbyggir áhættu á meiðslum.
  • Viðheldur brjóski og bandvefur lengist.
  • Bætir líkamsstöðu og vöðvastarfsemi, sem gerir líkamanum kleift að hreyfa sig frjálslega.
  • Bætir sogæðakerfið og blóðflæðið eykst.
  • Eykur liðleika, vöðvalengd og hreyfigetu.
  • Andleg vellíðan sem eykur styrk og úthald.
  • Minnkar verki og bætir svefn.
  • Hefur fyrirbyggjandi áhrif hvað varðar álagseinkenni.
  • Flýtir fyrir endurheimt vöðva.

FST hentar fólki með brjósklos, gigtar- eða önnur stoðkerfis vandamál sem þolir illa meðhöndlun með mikilli ákefð eins og t.d. djúpvöðva nudd.Unnið er út frá þörfum hvers og eins, hægt er að óska eftir áherslu á staðbundin svæði

Árangur eftir einungis 2-3 skipti.

Aðferð – Meðferðaraðili byrjar á því að skoða og meta ástand líkamans. Út frá því er svo ákveðið hvernig meðferð er veitt (FST eitt og sér eða hvort nuddi verði blandað við). Líkaminn er hitaður upp með hringhreyfingum og liðirnir teygðir án sársauka svo að liðvökvinn hafi greiðara flæði um liðholið. Einnig leiðbeinir meðferðaraðili einstaklingnum í gegnum virkar stöðuteygjur (PNF – teygjur (proprioceptive neuromuscular faciliation). PNF teygjur eru notaðar til að lengja vöðvaeininguna, auka hreyfiferil og liðleika ásamt því að bæta vöðvastyrk.  

Út frá eigin reynslu af meiðslum í íþróttum hefur Monika sérhæft sig í þeim aðferðum sem hafa sýnt fram á sem mestan árangur í skjótum bata. Þannig hefur hún safnað sér góðri þekkingu á meðhöndlun algengra meiðsla. Telur hún að meta þurfi út frá hverju og einu tilfelli hvaða meðferð henti hverju sinni.

Monika er ein sú fyrsta hér á landi sem hefur tileinkað sér FST aðferðina til meiðslameðferðar og jafnframt sú fyrsta á landi sem hefur hlotið réttindi í NKT therapy.

Nám:
-BSc í Sálfræði – Háskóli Íslands
-Fascial Stretch Therapy –
FST® Certification – Stretch to Win Institute Canada – (Alþjóðleg réttindi)
-Neurokhinetics Therapy –
NKT® Certification – New York – (Alþjóðleg réttindi)
-Osteo Spinal Manipulation (Hnykkingar) OMT® Certification London – (Alþjóðleg réttindi)
Advanced Thai Massage réttindi – Rahul Bharti, Healing hands Center – (Alþjóðleg réttindi)
-Námskeið í SRT (Soft stretch release therapy) – Eríal Pole
-Útskrifast af heilsunuddbraut – Nuddskóla Íslands vorið 2020.

Kennararéttindi í Polefitness – elevatED education® New York – (Alþjóðleg réttindi)
-Kennararéttindi í hreyfiflæði – Flow Movement® Colorado – (Alþjóðleg réttindi)
-Kennararéttindi í Foam Flex (Sporthúsið)
-Einkaþjálfararéttindi (World Class)

Monika hefur auk þess unnið sem styrktar þjálfari og polefitness þjálfari síðan 2010 og stundað íþróttir frá því hún man eftir sér. Hún er jafnframt einn eigenda Eríal Pole.

30 mín meðferð

7900kr

50 mín meðferð

11900kr

75 mín meðferð

15200kr

PAKKI - 3 SKIPTI x 50 mín

31900kr

Nánari upplýsingar fást í síma 770-2012 eða í tölvupósti monika@terapia.is

Monika mælir með að klæðast þægilegum íþróttafatnaði og sokkum í meðferðinni.