Í Eríal Pole erum við bæði með svokallað “drop in” kerfi ásamt hefðbundnum námskeiðum.
Ef þú vilt nýta þér drop-in möguleikann þá velur þú þér einfaldlega klippikort eftir því hversu oft í viku eða mánuði þú vilt æfa.

Kortin eru rafræn og skráningarforritið tekur sjálfkrafa skipti af kortinu þínu þegar þú kemur í tíma.
Klippikortin gilda í alla tíma á stundatöflu*

Einnig er hægt að nýta klippikortin til að bóka æfingatíma. Semsagt, ef enginn af tímunum á stundatöflunni henta þér eða þú vilt æfa sjálf/ur án þjálfara þá geturðu nýtt kortið þitt til að æfa sjálf/ur í æfingasalnum.

*Á lokuðum námskeiðum ganga fyrir þeir sem skrá sig á allt námskeiðið en eftir það er opnað fyrir drop-in nemendur séu laus pláss.
*Til að mæta í framhaldstíma þarf að nota klippikort.

Greiðslur fara fram á staðnum í afgreiðslu Eríal Pole.

Stakur tími
2900kr

6 mánaða kort

10 tímar – gildistími 6 mánuðir
19.900kr

30 daga kort

8 tímar
14.900kr
gildistími 30 dagar

12 tímar
18.900kr
gildistími 30 dagar

16 tímar
20.900
gildistími 30 dagar

Skilmálar
– Aðeins korthafi getur nýtt tímana á klippikortinu. Það er ekki hægt að nota klippikortið til þess að greiða fyrir aðra.
– Það er 6 klukkustunda afbókunar fyrirvari sem þýðir að ef þú varst búin/nn að skrá þig í tíma og mætir ekki eða afbókar of seint þá er tíminn tekinn af kortinu.
– Eríal Pole áskilur sér rétt til þess að fella niður námskeið eða staka tíma teljist þátttaka ekki næg. Ekki er tekið gjald fyrir tíma sem falla niður.
– Ekki er endurgreitt fyrir þá tíma sem ekki eru nýttir.
– Iðkandi ber ábyrgð á því að hafa kynnt sér skilmála Eríal Pole.