Ráðstafanir í Eríal Pole vegna kórónaveiru.

Vegna takmarkana sem eru nú í gildi hafa eftirfarandi ráðstafanir verið teknar til að lágmarka smithættu í stúdíóinu:

 • Þjálfarar munu þrífa og sótthreinsa stúdíóið ásamt algengustu snertifleti fyrir og eftir hvern tíma.
 • Það verður ýmist 10 eða 15 mín pása á milli allra tíma.
  Við biðjum iðkendur um að mæta ekki fyrr en fimm mínútum fyrir tímann sinn og verji ekki meira en fimm mínútum í að fara út úr stúdíóinu eftir tíma. Þetta er gert til þess að lágmarka fjölda fólks í stúdíóinu hverju sinni og svo þjálfarar nái að spritta snertifleti á milli tíma. 
 • Það er kominn sér inngangur að súlusalnum, svo þau sem eru að koma pole tíma eru beðnir vinsamlegast um að nota þann inngang. Iðkendur sem eru að mæta í tíma í loftfimleikasalnum skulu halda áfram að nota aðal innganginn.
 • Fjöldi iðkenda í tíma er nú enn takmarkaðri til þess að halda 2 metra fjarlægð. 
  • Mikilvægt að vera búin að skrá sig á námskeið/í tíma áður en mætt er.
  • Vera búin að ganga frá greiðslum í vefverslun/með millifærslu áður en mætt er.

Smitvarnar reglur í Eríal Pole:

 • Virða tveggja metra regluna.
 • Spritta hendur þegar gengið er inn í stúdíóið.
 • Vera með grímu á meðan gengið er um stúdíóið. Leyfilegt að taka hana niður þegar allir eru komir að sinni súlu/lyru/silki.
 • Þrífa áhöld og dýnur vel með spritti fyrir og eftir notkun.
 • Koma með vatnsbrúsa sem búið er að fylla á til að lágmarka smithættu við vaska.
 • Mæta tilbúin/n í viðeigandi æfingarfatnaði. 
 • Þjálfarar munu leiðbeina án snertinga. Við biðjum nemendur að framkvæma ekki æfingar sem þeir treysta sér ekki til þess að gera án aðstoðar. Þjálfarar munu í staðinn bjóða iðkendum upp á auðveldari útgáfur eða hvetja til þess að vinna í staðinn í undirbúnings og styrktaræfingum fyrir viðkomandi stöðu.

Eftirfarandi hefur verið tekið úr notkun tímabundið:

 • Eríal gym.
 • Drykkjarbrunnur inni í stóra sal.
 • Búningsklefar og sturtur.

Við minnum einnig á að:

 • Iðkendur með flensueinkenni og/eða í áhættuhóp skulu vinsamlegst halda sig heima og mæta ekki í tíma.
 • Handþvottur er besta forvörnin.
 • Sprittbrúsar verða aðgengilegir um allt stúdíó.

Iðkendur fylgist vel með tilmælum Landlæknis. Nýjustu upplýsingar má finna á https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ og https://www.covid.is/