Eríal Pole

About Eríal Pole

Endilega sendu okkur línu á erial@erial.is ef þú hefur einhverjar spurningar.

Oona K. workshop í Eríal Pole

Draumur margra íslenskra súluiðkennda er um það bil að rætast en engin önnur en Oona Kivelä er á leiðinni til Íslands til þess að halda workshop í Eríal Pole! 

Oona er margfaldur heimsmeistari í súlufimi ásamt fleiri titlum í þeirri íþrótt og varð fyrsta konan til þess að sigra heimsmeistara mótið í World Street Workout and Calisthenics árið 2014. Fram að því var einungis litið á það sport sem karlmanns íþrótt. Auk glæsilegs keppnisferils er Oona ein af eftirsóttustu þjálfurum í súluheiminum og ferðast út um allan heim til þess að kenna íþróttina.

Myndbandið hennar “24 Most Hardcore Strength + Flex Moves “ vakti gífurlega athygli með tæplega 3 milljón áhorf.  Horfa hér

Oona hefur stundað fimleika síðan hún var 4 ára og ásamt því að eiga langan afreksferil í fimleikum. Hún hefur starfað sem fimleikaþjálfari og dómari ásamt því að semja rútínur fyrir fremsta fimleikafólk Finnlands. 

Instagram https://www.instagram.com/oonakofficial/

Oona workshops

Spin Pole

17. nóvember kl. 14:00-15:15

Spinning pole combos and elements OonaK
style (75 min) Level 2+
8800 kr

Hard Core

17. nóvember kl. 15:30-16:45

Intensive core workout, dynamic pole drills,
static spins (75 min) Level 2+
8800 kr

House of Oona K

18. nóvemeber kl. 13:30-14:45

Latest combos of the competition routines
performed by Oona Kivelä with the original
songs (75 min) Level 3+
8800 kr

Flip It

18. nóvemeber kl. 15:00-16:15

This is a fast class with exercises for you to
prepare fonjis, front and back flips – just Flip-it! Level 4+
8800 kr

10% afsláttur af hverju workshoppi ef keypt eru 2 eða fleiri.
Bókanir fara fram í erial@erial.is  eða í afgreiðslu Eríal Pole

By |2018-10-10T17:57:00+00:00October 10th, 2018|Eríal Pole|0 Comments

Fólkið í Eríal Pole

Sara Óskarsdóttir – Nemandi í lyru

Ég heiti Sara og er 36 ára. Ég starfa sem vefstjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA og á 2 börn með Hermanni Fannari Valgarðssyni en hann var bráðkvaddur árið 2011. Svo á ég tvö stjúpbörn með sambýlismanni mínum sem er einnig vefstjóri og tónlistarmaður. 

Ég hef gaman af öllu sem tengist jaðaríþróttum og á veturna reyni ég að fara sem mest á snjóbretti. Þegar veður leyfir finnst mér mjög gaman að nota longboardið mitt. Ég reyndi við brimbrettið og keypti mér allar græjur til að surfa við Íslandsstrendur. Draumurinn var að surfa um allan heim en ég komst fljótt að því að ég er frekar sjóhrædd og finnst betra að hafa fast land undir fótum. 

Helst vil ég nýta frítímann í ferðalög, en væri til í að starfa við mannúðarmál og hafa meiri tíma til að sinna sjálfboðastarfi en eins og er hjálpa ég fólki að komast í draumafríið sitt.

Lyra

Ég byrjaði að æfa Lyru 2015. Þjálfarinn minn og ég erum að vinna á sama stað og hún hvatti mig til að prófa. Ég var nýflutt í hverfið og fannst þægilegt hvað húsnæðið var nálægt. 

Lyra er frábær hreyfing og Eríal Pole vinalegur og þægilegur staður til að æfa á. Mér finnst frábært að læra alltaf eitthvað nýtt eða bæta mig í einhverri stöðu og mig langar til að bæta mig í liðleika. Það eru svo margar flottar splitt stöður sem væri auðveldara að gera ef ég væri aðeins liðugri. Ég er ekki með mjög sterk hné en þjálfararnir gefa manni alltaf nokkra möguleika á útfærslum. 

Mér finnst mjög hvetjandi að taka þátt í nemendasýningum. Þá reynir á að setja saman rútínu, nýta tónlistina og gera nokkur trikk í einu. Ég notaði einmitt lag sem Óli maðurinn minn samdi í seinustu rútínu sem ég gerði og það var mjög gaman og persónulegt.

-Sara Óskarsdóttir

Fólkið í Eríal Pole - Sara Óskarsdóttir

Ljósmyndari: Eva Rut Hjaltadóttir 

By |2018-08-16T00:01:12+00:00August 15th, 2018|Eríal Pole|0 Comments

10 ráð fyrir fyrsta pole fitness tímann þinn

10 ráð fyrir fyrsta pole fitness tímann þinn

Við spurðum nemendur og kennara í Eríal Pole hvaða ráð þau myndu gefa einhverjum sem væri á leiðinni á fyrsta pole fitness tímann sinn. Hér eru svörin þeirra og vonandi getur þetta hjálpað einhverjum sem er að byrja. 

  • Mörgum vinkonum mínum langar að prófa pole fitness en ég hef heyrt einum of oft “ég vil koma mér í betra form áður en ég byrja í pole”. Pole fitness snýst um að læra að elska sjálfa sig og þetta er líkamsrækt svo það er engin þörf á að koma sér í form áður en maður byrjar.
  • Komdu með vatnsbrùsa og drekktu nòg af vatni ì tìmanum. Maður gleymir sér stundum ì sùludansgleðinni og þađ er mikilvægt ađ drekka nòg.
  • Ekki bera þig saman við aðra iðkendur eða þjálfara. Sumir hafa bakgrunn í fimleikum, ballett, dansi eða annarri íþrótt og aðrir gætu verið að taka námskeiðið í annað eða þriðja skiptið. Það tekur tíma að læra og venja líkamann en það gerist á endanum.
  • Láttu það ekki stoppa þig þó svo að þú sért ósátt við líkamann þinn. Pole fitness kennir þér að sættast við þig eins og þú ert og áður en þú veist af ferðu að elska líkamann þinn fyrir það hvers hann er megnugur. Það sem hefur hjálpað mér að ná sáttum við appelsínuhúðina mína er að mæta á æfingu og sjá að ég er ekki eina manneskjan í heiminum með appelsínuhúð. Það er náttúrlegt fyrir konur að fá appelsínuhúð en einhverjum tókst að koma því í hausinn á okkur að það er ekki fallegt einungis í þeim tilgangi að græða.
  • Ekki gefast upp strax, þótt þér finnist þú ekki geta neitt. Haltu þetta út í að minnsta kosti mánuð.
  • Ég gerði þau mistök að raka á mér lappirnar og bera á mig body lotion nokkrum klukkutímum fyrir fyrsta tímann minn. Þegar farið var að líða aðeins á tímann og ég var byrjuð að svitna þá fór kremið að svitna líka og virkaði eins og olía sem gerði það að verkum að ég náði engu gripi á súlunni. Í þokkabót var húðin ennþá viðkvæm eftir raksturinn sem olli því að hún sveið líka. Semsagt! Ekki raka þig og bera á þig krem rétt fyrir tímann. Það pælir hvort sem er enginn í því hvort maður sé rökuð eða ekki.
  • Vont en það venst! Marblettirnir eru eðlilegir og ég var eins og dalmatíu hundur eftir fyrstu tímana. Þetta á eftir að vera vont og þetta á eftir að vera erfitt en þér á eftir að líða eins og ofurkonu þegar þú nærð trixunum.
  • Það sem stoppaði mig frá því að byrja frekar lengi var að ég var alltaf að bíða eftir því að einhver vildi koma með mér. Svo þegar ég dreif mig loksins af stað bara ein var það ekkert mál. Allir í tímanum voru þarna til að vinna að sömu markmiðum og það myndaðist strax svona lítið samfélag eða vinahópur.
  • Í fyrsta pole fitness tímanum mínum þá mætti ég í buxum en ekki stuttbuxum. Hafði ekki hugmynd um að ég þyrfti að nota húðina til að ná gripi á súlunni. Ef þú ert feimin við að vera í stuttbuxum þá mæli ég með því að vera í stuttbuxum og leggings utan yfir. Oft er ekki nauðsynlegt að vera í stuttbuxum allan tímann og maður getur þá bara skellt sér úr buxunum þegar það er verið að gera æfingar þar sem þarf að nota fótleggina til að ná gripi. Á veturnar þegar það er kalt í veðri þá hjálpar það líka til að hita upp að byrja tímann í síðum buxum utan yfir. Og ef það lætur einhverjum líða betur þá finnst flestum svolítið óþægilegt að vera svona fáklædd til að byrja með en þetta venst ótrúlega hratt og á endanum fær maður betra sjálfstraust fyrir vikið.
  • Ekki vera feimin við að prófa gripefni. Bæði of þurr eða sveitt húð getur haft slæm áhrif á gripið sem getur eyðilagt fyrir manni æfinguna. Björtu hliðarnar eru þær að það eru til margar gerðir af gripefnum sem henta fyrir mismunandi húðgerðir og aðstæður.
10 ráð fyrir fyrsta pole fitness tímann þinn

Voru einhver af þessum ráðum sem komu á óvart eða hefðu komið sér vel að vita áður en þú fórst í fyrsta pole fitness tímann þinn?
Ertu með fleiri góð ráð sem eru ekki á listanum? 

Láttu okkur vita í kommentunum! :)

By |2018-07-30T22:08:10+00:00July 26th, 2018|Eríal Pole|0 Comments

Mömmutímar hefjast í janúar!

Mömmu-Súlufimi hefst í janúar!
mánudagar og miðvikudagar kl 12:00

Pole Fitness námskeið fyrir nýbakaðar mömmur með börn á aldrinum 0-6 mánaða þar sem börnin eru velkomin með í tíma. Námskeiðið er byggt upp á svipaðan hátt og Level 1 þar sem farið er í grunnæfingar í polefitness, snúninga og klifur sem og sérhæfðar styrktaræfingar fyrir core- og mjaðmasvæði, sem eru mikilvægar eftir meðgöngu og barnsburð.

Námskeiðið er miðað við byrjendur og sérsniðið að nýbökuðum mæðrum, svo ekki eru gerðar neinar lágmarkskröfur um reynslu, styrk eða liðleika þátttakenda. Námskeiðið er uppbyggt þannig að það henti öllum nýbökuðum mæðrum og unnið verður með öllum við að byggja upp styrk og liðleika frá grunni.

Ekki vera feimin að skrá þig og mæta með litla krílið þitt í skemmtilega og fjölbreytta tíma í polefitness en það kom mér af stað eftir barnsburð. :)

Kennari námskeiðs: Unnur Kristín Óladóttir, ÍAK einkaþjálfari og nokkurra ára reynsla í polefitness

Smelltu hér til að skrá þig.

unnur-pole

By |2018-07-26T01:11:34+00:00December 5th, 2016|Eríal Pole|0 Comments
English Íslenska