stjori

About Eríal Pole

This author has not yet filled in any details.
So far Eríal Pole has created 36 blog entries.

Loftfimleika námskeið fyrir krakka og unglinga

12 vikna loftfimleika námskeið fyrir krakka og unglinga

Loftfimleika námskeið er tilvalið fyrir krakka og unglinga sem hafa gaman af því að klifra og hreyfa sig. Á loftfimleika námskeiðunum læra þau að klifra og gera allskonar skemmtilegar og krefjandi sirkus kúnstir í silki og hammock. 

Tímabil
20. febrúar til 31. maí

Námskeiðin eru kennd tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum.

Eríal Krakkar  9-12 ára 

miðvikudagar og föstudagar kl 16:30 -17:30

Eríal Unglingar 13-17 ára 

miðvikudagar og föstudagar kl 17:30 -18:30

Verð: 37.900kr

ATH. Frí frá æfingum verður dagana 17.-23. mars og 18 -22. apríl

Hægt er að greiða námskeiðið með frístundastyrk.
10% systkinaafsláttur

Skráningarform er hér fyrir neðan

By |2019-02-10T18:52:41+00:00February 10th, 2019|Eríal Pole|0 Comments

Intro to Pole – Nýjir tímar fyrir byrjendur

Intro to Pole – Súlubyrjendur

Intro to pole eru tímar fyrir þá sem hafa aldrei prufað pole fitness áður. Í þessum tímum lærir þú grundvallartæknina að Pole fitness ásamt því að byggja upp styrk.
Mælt er með að taka þessa tíma amk 2x áður en haldið er áfram í level 1 pole fitness.

Við tilkynnum alla Intro to Pole tíma á facebook eventinu svo endilega meldið ykkur á eventið ef þið hafið áhuga!

Nú er tíminn til að byrja!

Nú erum við með frábært byrjendatilboð í Eríal Pole.

4 tímar á 5000kr!  ❤️

Tilboðið gildir aðeins fyrir nýja viðskiptavini og allir fà litla gjöf í kaupbæti

Smelltu hér til að skrá þig
súlubyrjendur intro to pole

By |2019-02-28T13:53:49+00:00January 11th, 2019|Eríal Pole|0 Comments

Svona virkar skráningarkerfið okkar

Kynning á skráningarkerfinu 

 • Við erum með svokallað “drop in” kerfi í staðin fyrir námskeið svo þú getur byrjað þegar þér hentar.
 • Í staðinn fyrir námskeið bjóðum við upp á  kort með ákveðinn fjölda tíma sem fer eftir því hversu oft í viku/mánuði þú vilt æfa.
 • Kortin eru öll rafræn og skráningarforritið tekur sjálfkrafa skipti af kortinu þínu þegar þú kemur í tíma.
 • Skráning fer fram á Stundatafla og skráning eða með Eríal Pole appinu. 

Öll kortin gilda í alla tíma á stundatöflu og æfingasalinn

Athugaðu samt að þú getur aðeins skráð þig í tíma sem henta þínu erfiðleikastigi.
Einnig er hægt að nýta kortin til að bóka æfingatíma án kennara. Sem sagt, ef enginn af tímunum á stundatöflunni henta þér þá geturðu nýtt kortið þitt til að æfa sjálf/ur í æfingasalnum. Ótakmarkaður aðgangur að Eríal Gymminu fylgir öllum 30 daga kortum. Verðskrá eru að finna hér

Það er ekki nauðsynlegt að vera með fasta tíma svo þetta fyrirkomulag ætti að henta fólki sem er í vaktavinnu sérstaklega vel.

Viltu frekar vera með fasta tíma? Ekkert mál!
Stundataflan verður áfram svipuð og hún hefur alltaf verið. Þú getur bókað fasta tíma allt að 30 daga fram í tímann. Ef þú einhverra hluta vegna kemst ekki í tímann þinn þá geturðu afbókað hann og tekið annan í staðinn. Eini munurinn er sá að þú missir ekki lengur tímann þinn ef þú kemst ekki.

Meiri sveigjanleiki

Það er allt í lagi þótt þú komist ekki í fyrstu tíma mánaðarins því þú getur byrjað hvenær sem er! 
Ef þú kaupir t.d. kort með 30 daga gildistíma þá rennur kortið ekki út fyrr en 30 dögum eftir að þú notar fyrsta tímann á kortinu.

Afbókunar fyrirvari er 6 klst. 
Það er 6 klukkustunda afbókunar fyrirvari sem þýðir að ef þú afbókar tímann þinn amk 6 tímum áður en hann á að hefjast færðu tímann endurgreiddan inn á Eríal Pole kortið þitt. Ef þú getur ekki afskráð þig hafðu samband í erial@erial.is og láttu vita þannig. Sami fyrirvari gildir um afbókarnir sem fara fram í gegnum email. 

Það eru tvær megin ástæður fyrir þessari reglu. Í fyrsta lagi er þetta gert til þess að hægt sé að gefa næstu manneskju sem er á biðlista plássið þitt, ásamt því að gefa þeim nægan fyrirvara til að geta mætt. Í öðru lagi þá þurfum við að hafa lágmarksskráningu til þess að hafa forsendur til að halda tímann. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur hann niður og við sendum skilaboð á þá sem voru skráðir og þeir geta þá farið í annan tíma í staðinn. Ekki er tekið af kortun fyrir þá tíma sem falla niður. 

Athugið að allir skráðir sjálfkrafa sem byrjendur og geta bara skráð sig í byrjendatíma þegar maður skráir sig í fyrsta skipti í nýja skráningarkerfið 
Ef þú ert að gera nýskráningu í kerfið okkar er Facebook síðu Eríal Pole  eða senda okkur línu á erial@erial.is og taka fram í hvaða erfiðleikastigi þau eru í til þess að geta skráð sig í framhaldshópa. Þjálfari þarf að skoða nýskráninguna og staðfesta að þetta séu réttar upplýsingar. Erfiðleikastigið ykkar uppfærist ekki samstundis þegar þetta er gert. Þess vegna viljum við hvetja alla til þess að skrá sig tímanlega.

Pop-up tímar á stundatöflunni! 

Við stefnum á að vera reglulega með öðruvísi tíma, bæði á virkum dögum og um helgar. Þeir geta poppað upp hvenær sem er svo við mælum með því að skoða stundatöfluna reglulega og skrá sig tímanlega. Þetta gefur nemendum tækifæri á að prufa eitthvað nýtt, brjóta upp rútínuna og  fókusera á aðra hluti en venjulega.

Það er komið Eríal Pole app! 

Með appinu er enn auðveldara og fljótlegra að skrá sig í tíma. Með appinu þarfu ekki lengur að skrá inn allar upplýsingarnar þínar í hvert skipti sem þú skráir þig. Í appinu getur þú skoðað stundatöfluna, skráð þig í tíma og afskráð, bókað æfingaherbergið eða einkatíma. Þú getur einnig fylgst með því hvað þú átt marga tíma eftir á kortinu þínu og hversu lengi þeir gilda.

By |2019-09-03T16:08:17+00:00October 31st, 2018|Eríal Pole|0 Comments

Oona K. workshop í Eríal Pole

Draumur margra íslenskra súluiðkennda er um það bil að rætast en engin önnur en Oona Kivelä er á leiðinni til Íslands til þess að halda workshop í Eríal Pole! 

Oona er margfaldur heimsmeistari í súlufimi ásamt fleiri titlum í þeirri íþrótt og varð fyrsta konan til þess að sigra heimsmeistara mótið í World Street Workout and Calisthenics árið 2014. Fram að því var einungis litið á það sport sem karlmanns íþrótt. Auk glæsilegs keppnisferils er Oona ein af eftirsóttustu þjálfurum í súluheiminum og ferðast út um allan heim til þess að kenna íþróttina.

Myndbandið hennar “24 Most Hardcore Strength + Flex Moves “ vakti gífurlega athygli með tæplega 3 milljón áhorf.  Horfa hér

Oona hefur stundað fimleika síðan hún var 4 ára og ásamt því að eiga langan afreksferil í fimleikum. Hún hefur starfað sem fimleikaþjálfari og dómari ásamt því að semja rútínur fyrir fremsta fimleikafólk Finnlands. 

Instagram https://www.instagram.com/oonakofficial/

Oona workshops

Spin Pole

17. nóvember kl. 14:00-15:15

Spinning pole combos and elements OonaK
style (75 min) Level 2+
8800 kr

Hard Core

17. nóvember kl. 15:30-16:45

Intensive core workout, dynamic pole drills,
static spins (75 min) Level 2+
8800 kr

House of Oona K

18. nóvemeber kl. 13:30-14:45

Latest combos of the competition routines
performed by Oona Kivelä with the original
songs (75 min) Level 3+
8800 kr

Flip It

18. nóvemeber kl. 15:00-16:15

This is a fast class with exercises for you to
prepare fonjis, front and back flips – just Flip-it! Level 4+
8800 kr

10% afsláttur af hverju workshoppi ef keypt eru 2 eða fleiri.
Bókanir fara fram í erial@erial.is  eða í afgreiðslu Eríal Pole

By |2018-10-10T17:57:00+00:00October 10th, 2018|Eríal Pole|0 Comments

Fólkið í Eríal Pole

Sara Óskarsdóttir – Nemandi í lyru

Ég heiti Sara og er 36 ára. Ég starfa sem vefstjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA og á 2 börn með Hermanni Fannari Valgarðssyni en hann var bráðkvaddur árið 2011. Svo á ég tvö stjúpbörn með sambýlismanni mínum sem er einnig vefstjóri og tónlistarmaður. 

Ég hef gaman af öllu sem tengist jaðaríþróttum og á veturna reyni ég að fara sem mest á snjóbretti. Þegar veður leyfir finnst mér mjög gaman að nota longboardið mitt. Ég reyndi við brimbrettið og keypti mér allar græjur til að surfa við Íslandsstrendur. Draumurinn var að surfa um allan heim en ég komst fljótt að því að ég er frekar sjóhrædd og finnst betra að hafa fast land undir fótum. 

Helst vil ég nýta frítímann í ferðalög, en væri til í að starfa við mannúðarmál og hafa meiri tíma til að sinna sjálfboðastarfi en eins og er hjálpa ég fólki að komast í draumafríið sitt.

Lyra

Ég byrjaði að æfa Lyru 2015. Þjálfarinn minn og ég erum að vinna á sama stað og hún hvatti mig til að prófa. Ég var nýflutt í hverfið og fannst þægilegt hvað húsnæðið var nálægt. 

Lyra er frábær hreyfing og Eríal Pole vinalegur og þægilegur staður til að æfa á. Mér finnst frábært að læra alltaf eitthvað nýtt eða bæta mig í einhverri stöðu og mig langar til að bæta mig í liðleika. Það eru svo margar flottar splitt stöður sem væri auðveldara að gera ef ég væri aðeins liðugri. Ég er ekki með mjög sterk hné en þjálfararnir gefa manni alltaf nokkra möguleika á útfærslum. 

Mér finnst mjög hvetjandi að taka þátt í nemendasýningum. Þá reynir á að setja saman rútínu, nýta tónlistina og gera nokkur trikk í einu. Ég notaði einmitt lag sem Óli maðurinn minn samdi í seinustu rútínu sem ég gerði og það var mjög gaman og persónulegt.

-Sara Óskarsdóttir

Fólkið í Eríal Pole - Sara Óskarsdóttir

Ljósmyndari: Eva Rut Hjaltadóttir 

By |2018-08-16T00:01:12+00:00August 15th, 2018|Eríal Pole|0 Comments

10 ráð fyrir fyrsta pole fitness tímann þinn

10 ráð fyrir fyrsta pole fitness tímann þinn

Við spurðum nemendur og kennara í Eríal Pole hvaða ráð þau myndu gefa einhverjum sem væri á leiðinni á fyrsta pole fitness tímann sinn. Hér eru svörin þeirra og vonandi getur þetta hjálpað einhverjum sem er að byrja. 

 • Mörgum vinkonum mínum langar að prófa pole fitness en ég hef heyrt einum of oft “ég vil koma mér í betra form áður en ég byrja í pole”. Pole fitness snýst um að læra að elska sjálfa sig og þetta er líkamsrækt svo það er engin þörf á að koma sér í form áður en maður byrjar.
 • Komdu með vatnsbrùsa og drekktu nòg af vatni ì tìmanum. Maður gleymir sér stundum ì sùludansgleðinni og þađ er mikilvægt ađ drekka nòg.
 • Ekki bera þig saman við aðra iðkendur eða þjálfara. Sumir hafa bakgrunn í fimleikum, ballett, dansi eða annarri íþrótt og aðrir gætu verið að taka námskeiðið í annað eða þriðja skiptið. Það tekur tíma að læra og venja líkamann en það gerist á endanum.
 • Láttu það ekki stoppa þig þó svo að þú sért ósátt við líkamann þinn. Pole fitness kennir þér að sættast við þig eins og þú ert og áður en þú veist af ferðu að elska líkamann þinn fyrir það hvers hann er megnugur. Það sem hefur hjálpað mér að ná sáttum við appelsínuhúðina mína er að mæta á æfingu og sjá að ég er ekki eina manneskjan í heiminum með appelsínuhúð. Það er náttúrlegt fyrir konur að fá appelsínuhúð en einhverjum tókst að koma því í hausinn á okkur að það er ekki fallegt einungis í þeim tilgangi að græða.
 • Ekki gefast upp strax, þótt þér finnist þú ekki geta neitt. Haltu þetta út í að minnsta kosti mánuð.
 • Ég gerði þau mistök að raka á mér lappirnar og bera á mig body lotion nokkrum klukkutímum fyrir fyrsta tímann minn. Þegar farið var að líða aðeins á tímann og ég var byrjuð að svitna þá fór kremið að svitna líka og virkaði eins og olía sem gerði það að verkum að ég náði engu gripi á súlunni. Í þokkabót var húðin ennþá viðkvæm eftir raksturinn sem olli því að hún sveið líka. Semsagt! Ekki raka þig og bera á þig krem rétt fyrir tímann. Það pælir hvort sem er enginn í því hvort maður sé rökuð eða ekki.
 • Vont en það venst! Marblettirnir eru eðlilegir og ég var eins og dalmatíu hundur eftir fyrstu tímana. Þetta á eftir að vera vont og þetta á eftir að vera erfitt en þér á eftir að líða eins og ofurkonu þegar þú nærð trixunum.
 • Það sem stoppaði mig frá því að byrja frekar lengi var að ég var alltaf að bíða eftir því að einhver vildi koma með mér. Svo þegar ég dreif mig loksins af stað bara ein var það ekkert mál. Allir í tímanum voru þarna til að vinna að sömu markmiðum og það myndaðist strax svona lítið samfélag eða vinahópur.
 • Í fyrsta pole fitness tímanum mínum þá mætti ég í buxum en ekki stuttbuxum. Hafði ekki hugmynd um að ég þyrfti að nota húðina til að ná gripi á súlunni. Ef þú ert feimin við að vera í stuttbuxum þá mæli ég með því að vera í stuttbuxum og leggings utan yfir. Oft er ekki nauðsynlegt að vera í stuttbuxum allan tímann og maður getur þá bara skellt sér úr buxunum þegar það er verið að gera æfingar þar sem þarf að nota fótleggina til að ná gripi. Á veturnar þegar það er kalt í veðri þá hjálpar það líka til að hita upp að byrja tímann í síðum buxum utan yfir. Og ef það lætur einhverjum líða betur þá finnst flestum svolítið óþægilegt að vera svona fáklædd til að byrja með en þetta venst ótrúlega hratt og á endanum fær maður betra sjálfstraust fyrir vikið.
 • Ekki vera feimin við að prófa gripefni. Bæði of þurr eða sveitt húð getur haft slæm áhrif á gripið sem getur eyðilagt fyrir manni æfinguna. Björtu hliðarnar eru þær að það eru til margar gerðir af gripefnum sem henta fyrir mismunandi húðgerðir og aðstæður.
10 ráð fyrir fyrsta pole fitness tímann þinn

Voru einhver af þessum ráðum sem komu á óvart eða hefðu komið sér vel að vita áður en þú fórst í fyrsta pole fitness tímann þinn?
Ertu með fleiri góð ráð sem eru ekki á listanum? 

Láttu okkur vita í kommentunum! :)

By |2019-02-10T15:39:19+00:00July 26th, 2018|Eríal Pole|0 Comments
Go to Top