fbpx

Blogg & Fréttir

Eríal meistari mánaðarins – maí

Eríal meistari mánaðarins – maí

Eríal meistari mánaðarins er tiltölulega nýtt innlegg þar sem þjálfarar Eríal Pole taka fyrir einn nemenda í hverjum mánuði. Farið verður yfir framfarir, hvatningu, metnað og fleira sem nemandinn hefur fram á að bjóða hverju sinni. Með þessum greinum vill studíóið varpa ljósi á þá duglegu og efnilegu nemendur í loftfimleikum sem æfa hjá okkur.

Helene var valin Eríal meistari mánaðarins fyrir maímánuð. Helene fagnaði fimmtugsafmæli sínu í síðastliðnum aprílmánuði og hefur heldur betur slegið í gegn hjá okkur í Eríal Pole fyrir kraftinn sem í henni býr. Hún er mikil fyrirmynd hvað varðar liðleika og styrkleika fyrir konur á hennar aldri og hefur sýnt fram á að aldur skiptir engu máli þegar kemur að því að iðka íþróttina súlufitness. Helene er kraftmikill iðkandi og verður með eindæmum áhugavert að fá að fylgjast með henni í komandi framtíð. Í þessari grein fáum við aðeins að skyggnast á bakvið tjöldin og sjá hver hún er og hvernig hún nær þeim árangri sem hefur gert hana að þeim meistara sem hún er í dag.

 

Eríal meistari mánaðarins

Byrjaði að æfa súlu eftir að hafa séð aðrar konur iðka íþróttina

Af þeim loftfimleikaáhöldum sem eru í boði hjá Eríal Pole þá kýs Helene að iðka á súlunni. Áhugi hennar og ástríða á því áhaldi kviknaði þegar hún tók eftir myndböndum af iðkendum víðs vegar um heiminn að sýna listir sínar á súlunni; “I got motivated by womens body empowerment that came through some videos I saw on the internet.” Ekki leið á löngu þar til Helene tók til sinna ráða við það að framfylgja áhuga sínum og nýtti sér því aðstöðuna hjá Eríal Pole þar sem stúdíóið var í hennar nágrenni.

Helene hefur einungis æft íþróttina í um fjögur ár en þrátt fyrir stuttan súlualdur hefur hún náð miklum árangri eins og það að ná erfiðum klifurstöðum á borð við sirkusklifur sem fjallað verður um síðar greininni. Vegna vinnu getur hún ekki æft eins mikið og hún myndi kjósa en kjarnakonan sem hún er þá lætur það ekki stoppa sig. Til að koma í veg fyrir æfingaleysi þá fjárfesti hún í sinni eigin súlu til að viðhalda þeim styrk og árangri sem hún hefur náð; “I practice very little because of work but I got myself a pole so hopefully this spring/summer won‘t be as much of a break!”

Á auðvelt með erfiða snúninga á borð við ‘Suicide Spin’ og ‘Gargoyle’

Eins og flestir iðkendur í loftfimleikum þá er eitthvað sem einum iðkanda finnst auðvelt sem öðrum finnst erfitt og svo framvegis. Helene á til að mynda mjög auðvelt með erfiða snúninga á borð við ‘Suicide Spin’ og stöðu eins og ‘Gargoyle’ en á í erfiðleikum með beitingu á styrk við það að fara á hvolf bæði með ‘Basic Inverts’ og ‘Shouldermounts’. Þar finnst henni stífleiki í mjaðmabeygju (e. pelvic tilt) vera flækjast fyrir sér; “I‘m very comfortable with some moves possibly seen as difficult, such as ‘Gargoyle’ or ‘Suicide Spin’ and all sorts of variations on those, but I‘m struggling with ‘Basic Inverts’ and Shouldermounts’ even after all those years.”

‘Basic Invert’ eða grunnstaðan á hvolfi, er í raun mun erfiðari staða en flestir gera sér grein fyrir og krefst mikils styrkleika í kviðvöðvum og tækni í líkamsbeitingu og stjórnun, sem Helene virðist átta sig á; “After giving much thought into it, I‘m blaming a pelvic tilt and I’m trying to condition differently so that I engage the right muscles and don‘t have the possibility to cheat with other muscles, in terms making the tilt worse. It‘s working so far, I finally see some results, but it‘s hard because it‘s a lifetime of bad posture to correct really.”

Heldur vel utan um markmiðin sín og fagnar þeim

Hún talar um hvað hún er ánægð að hafa loks náð einu af markmiðum sínum varðandi hvolfstöðu og hafi í fyrsta skiptið um daginn náð klifri sem nefnist sirkusklifur eða ‘Circus Climb’ og svipar til klifurs sem finnst meðal annars á loftfimleikaáhaldinu silki; “I managed a ‘Circus climb’ for the first time the other day, crossing fingers I will continue moving forward from there.” En hennar langtímamarkmið er svo að ná tökum á ‘Eagle’ á snúningssúlu; “My more long term goal is to do a spinning ‘Eagle’ on pole.” Ásamt því að einblína á styrkleika í hvolfstöðunum eins og kom hér fyrr fram; “I‘m working on my ‘Inverts’ / ‘Shouldermounts’. They‘ve been extremely inconsistent for the past two years. “

Eríal meistari mánaðarins
Hér má sjá Helene sýna frumsamið atriði á Dance Raw sýningu á vegum Eríal Pole.
 

Sækir innblástur sinn frá Sammy Picone og Marion Crampe

Helene sækir innblástur frá þeim Sammy Picone og Marion Crampe en þess má geta að Marion er ein af dómurum fyrir Pole Theatre Iceland í ár; “My inspirations are Sammy Picone for her flow and grace, and amazing body. Plus she‘s quite a good teacher (online). Marion Crampe is from another world.”

Uppáhalds staða Helene á súlunni er staða sem nefnist ‘Russian Layback’; “My favorite position on pole is ‘Russian layback’, such a beautiful shape that goes well with my body.” Hennar síðri staða er svo aftur á móti ‘Shouldermount’ staðan; “My least favorite is anything ‘Shouldermount’, so painful.” Enda erfið staða og er ein af þeim stöðum sem tekur flesta iðkendur langan tíma að ná tökum á hvað varðar styrk og líkamsbeitingu.

Helene býr yfir fleiri eiginleikum en að iðka súluna af krafti. Hún er til að mynda að reka sitt eigið fyrirtæki sem snýst um að hanna og prjóna ásamt því að sjá um ferðamannahópa; “I run my own company icelandicknitter.com where I‘m working full time as a knit designer, knitting tour guide and where I developed a range of novelty Icelandic yarns.” Ekki nóg með það þá er hún einnig þriggja barna móðir og er ein af dætrum hennar líka að iðka loftfimleika á borð við silki og hammock hjá Eríal Pole; “I have three daughters, all teenagers. One of them is training silks and hammock at Eríal.” En fjölskylda hennar og vinir myndu einmitt lýsa henni sem  hamingjusamri en svolítið skrítinni skrúfu eða orðrétt; “Happy with a twist.” Helene er einnig dugleg að sinna áhuga sínum á útivist á okkar fagra landi eins og sjá má á mynd hér fyrir ofan en þar stendur hún við Ófærufoss í Eldgjá; “Otherwise, hiking and mountain skying and I‘m considering surfing in Iceland after trying it in Tenerife this January.”

“Fædd 1969, það er aldrei of seint að byrja æfa súlufitness”

Í lokin vill Helene nefna að það er mjög auðvelt að æfa ef þú æfir íþrótt sem þú hefur ástríðu fyrir; “It‘s easy to train when you enjoy what you are doing.” Hún talar um mikilvægi þess að einblína frekar á styrkleika sína en veikleika; “Concentrate also on what you‘re good at, rather than getting stuck in what you can‘t do.” Hana langar einnig að taka það fram að þú ert aldrei of gömul og að það er aldrei of seint að byrja að æfa nýja íþrótt; “Born 1969, never too late, too old to start pole dancing.” En þessi magnaða kona hefur heldur betur sýnt fram á það. Við þökkum Helene fyrir svörin og óskum henni góðs gengis í þeim markmiðum og ævintýrum sem hún stefnir á.

Helene í stöðunum ‘Gargoyle’, ‘Russian Layback’ og ‘Suicide Spin’
 
 

By |2019-05-21T14:14:26+00:00May 21st, 2019|Eríal Pole|0 Comments

Eríal meistari mánaðarins

Eríal meistari mánaðarins

Eríal meistari mánaðarins er nýtt mánaðarlegt innlegg á heimasíðunni okkar. Þar fjöllum við um þann nemanda sem okkur finnst hafa skarað fram úr hvað varðar mætingu, dugnað, framfarir og annað.

Eríal meistari apríl mánaðar er Alice en hún hefur heldur betur sýnt hvað í sér býr. Hún er dugleg að sækja þær æfingar sem eru í boði og henta hennar áhugasviði hjá Eríal Pole og hefur það skilað sér í framförum hennar í loftfimleikum.

Þar sem Alice er af erlendum uppruna ákváðum við að hafa hluta af greininni á ensku en Alice var svo góð að svara fyrir okkur spurningum og er hæstánægð með titilinn Eríal meistari mánaðarins.

Alice er fædd og uppalin í litlum bæ rétt hjá Venice á Ítalíu sem nefnist Vicenza. Um sex ár eru liðin frá því Alice fluttist frá heimabæ sínum en það hafði verið hennar draumur að koma til Íslands frá því hún var táningur. Hún byrjaði að hlusta á íslenska tónlist á yngri árum og á þeim tíma fannst henni hún hafa tengst þjóðinni okkar; “It was my dream to come to Iceland since I was a teenager, I started listening to Icelandic music when I was young and somehow I felt connected to the place too.“ Alice er þrjátíu ára í dag og æfði blak þegar hún var þrettán til fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur ekki æft neina aðra íþrótt fyrr en hún kom til okkar í Eríal Pole forvitin um súlufitness; “Pole was not planned at all! I got curious when I saw the ad on Facebook and went to a trial class with Lára. And I loved it.“

 

Eríal meistari mánaðarins

Byrjaði á súlunni

Alice nefnir að áhaldið sem hún byrjaði að æfa á hjá Eríal Pole hafi verið súlan. Þaðan hafi hún svo leitað í æfingar á loftfimleikahringjum eða lýru og fór einnig að nýta sér flex tímana sem við bjóðum uppá; “I started practicing pole. It happened that I saw an ad on Facebook and thought it would be fun to try it. I really enjoyed it and decided to sign up for the course.” Alice byrjaði í ‘Pole Fitness Level 1’ eins og var í boði á þeim tíma. Nú er hins vegar er hægt að nýta sér ‘Intro to Pole’ tímana hjá okkur, fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja prófa súlufitness.

Elskar þjálfarana og fjölbreytileikann sem stöðin hefur upp á að bjóða

Alice talar um það hvað þjálfaranir og umhverfið hjá stöðinni hafi hvatt hana til að halda áfram að æfa og að hún hafi byrjað að æfa af kappi fyrir um einu og hálfu ári síðan en metnaðurinn og ástríðan sem hún hefur fyrir íþróttinni hefur skilað henni þeim árangri sem hú hefur náð í dag; “I love the teachers and it’s a great environment so I decided to continue here. I took my first class three and a half years ago, but started practicing regularly about one and a half year ago.”

Við spurðum Alice hvernig henni líður að æfa hjá Eríal Pole og hún talar um hvað hún elskar það og hvetur einnig samnemendur sína að nýta sér fjölbreyttan stíl hjá þjálfurunum en á því hafi hún einmitt lært heilmikið; “I love it! Everyone is so passionate and motivating. I took classes with different teachers and it’s great because they all have their own style and you can learn more and get more inspiration.” Hún nefnir einnig hvað litli æfingasalurinn sem við bjóðum upp á fyrir korthafa hafi hjálpaði henni mikið og nýtti hún sér það óspart; “I like that there’s the mini gym too, because before or after class I can work a bit on strength or flexibility.”

Hún nefnir einnig hvað Eríal Gymmið hafi hjálpaði henni mikið og nýtti hún sér það óspart; “I like that there’s the Eríal Gym too, because before or after class I can work a bit on strength or flexibility.”

Eríal meistari mánaðarins
Hér má sjá Alice á súlunni í stöðu sem heitir ‘Layback Bridge’

Lýran í uppáhaldi

Eins og nefnt var hér að ofan þá byrjaði Alice á súlu en færði sig svo yfir á loftfimleikaáhaldið lýru, sem er loftfimleikahringur og er það hennar uppáhalds áhald í dag; “My favorite apparatus is the lyra. One of my favorite positions is ‘Split Gazelle’ and one of my least favorite is ‘Back Balance’, it’s quite painful and I find it so hard to find the balance!” Þetta eru einmitt stöður sem kenndar eru hjá okkur í lýru hópum fyrir byrjendur og lengra komna en lýruiðkendur ættu að kannast við stöðuna ‘Split Gazelle’ og hversu fáguð og skemmtileg hún er.

Okkur langaði að fræðast meira um Alice en fyrir utan loftfimleikana er hún er mikill ferðalangur, elskar að ferðast um heiminn og mun hún á næstunni ferðast um Suðaustur-Asíu; “The thing that I love most, after aerial sports, is traveling, and soon I’ll be traveling in South East Asia for few months. I can’t wait to try some aerials there!” Það verður með eindæmum gaman að fá hana Alice aftur til okkar, endurnærða og fróðari um loftfimleikastöður utan úr heimi en við hjá Eríal Pole eigum eftir að sakna hennar sárt á meðan hún er í burtu.

Leggur áherslu á styrk og liðleika til þess að ná árangri í loftfimleikum

Hennar helstu markmið í dag eru að vinna í liðleika og styrkleika og nefnir hún hvað flex tímarnir hjá Eríal Pole hafa hjálpaði henni mikið við að ná settum markmiðum; “My main goals now are working on strength and flexibility. I reached my potential by taking classes regularly and then at the open class I was working on the positions that I learned during the class. Also, it REALLY helps taking the flex classes!”

Í lokin vill hún tala um hvað hún mælir með því fyrir alla að prófa loftfimleika og bendir á að þótt íþróttin sé krefjandi þá er hún þess virði; “I really recommend to everyone to try either lyra, pole or any other aerial sport at least once! Get prepared, you will feel like you got hit by a truck for a couple of days, but believe me it’s worth it!”

Fyrir forvitna loftfimleikaaðdáendur þá býður Eríal Pole upp á kynningartíma í hverri viku, bæði á súlu og silki til að fá að kynnast því sem stöðin hefur upp á að bjóða. Tímarnir nefnast ‘Intro to Pole‘ og ‘Intro to Silks and Hammock‘. Í hverjum tíma er farið rólega í grunnstöðurnar áður en farið er að stunda íþróttina af kappi eins og Alice gerir hjá okkur.

Við þökkum henni Alice fyrir frábært viðmót og alla þá seiglu og metnað sem hún hefur fram á að bjóða í íþróttinni og hlökkum til að fylgjast betur með henni vaxa í loftfimleikum.

Alice að gera alls kyns kúnstir á loftfimleikahring eða lýru. Hér fer hún í stöður á borð við ‘Inverted Man in the Moon Split Variation‘, ‘Scarab’ og ‘Inverted Man in the Moon Stag Variation
 

By |2019-04-02T14:22:21+00:00April 2nd, 2019|Eríal Pole|0 Comments

Loftfimleika námskeið fyrir krakka og unglinga

12 vikna loftfimleika námskeið fyrir krakka og unglinga

Loftfimleika námskeið er tilvalið fyrir krakka og unglinga sem hafa gaman af því að klifra og hreyfa sig. Á loftfimleika námskeiðunum læra þau að klifra og gera allskonar skemmtilegar og krefjandi sirkus kúnstir í silki og hammock. 

Tímabil
20. febrúar til 31. maí

Námskeiðin eru kennd tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum.

Eríal Krakkar  9-12 ára 

miðvikudagar og föstudagar kl 16:30 -17:30

Eríal Unglingar 13-17 ára 

miðvikudagar og föstudagar kl 17:30 -18:30

Verð: 37.900kr

ATH. Frí frá æfingum verður dagana 17.-23. mars og 18 -22. apríl

Hægt er að greiða námskeiðið með frístundastyrk.
10% systkinaafsláttur

Skráningarform er hér fyrir neðan

By |2019-02-10T18:52:41+00:00February 10th, 2019|Eríal Pole|0 Comments

Intro to Pole – Nýjir tímar fyrir byrjendur

Intro to Pole – Súlubyrjendur

Intro to pole eru tímar fyrir þá sem hafa aldrei prufað pole fitness áður. Í þessum tímum lærir þú grundvallartæknina að Pole fitness ásamt því að byggja upp styrk.
Mælt er með að taka þessa tíma amk 2x áður en haldið er áfram í level 1 pole fitness.

Við tilkynnum alla Intro to Pole tíma á facebook eventinu svo endilega meldið ykkur á eventið ef þið hafið áhuga!

Nú er tíminn til að byrja!

Nú erum við með frábært byrjendatilboð í Eríal Pole.

4 tímar á 5000kr!  ❤️

Tilboðið gildir aðeins fyrir nýja viðskiptavini og allir fà litla gjöf í kaupbæti

Smelltu hér til að skrá þig
súlubyrjendur intro to pole

By |2019-02-28T13:53:49+00:00January 11th, 2019|Eríal Pole|0 Comments

Svona virkar skráningarkerfið okkar

Kynning á skráningarkerfinu 

  • Við erum með svokallað “drop in” kerfi í staðin fyrir námskeið svo þú getur byrjað þegar þér hentar.
  • Í staðinn fyrir námskeið bjóðum við upp á  kort með ákveðinn fjölda tíma sem fer eftir því hversu oft í viku/mánuði þú vilt æfa.
  • Kortin eru öll rafræn og skráningarforritið tekur sjálfkrafa skipti af kortinu þínu þegar þú kemur í tíma.
  • Skráning fer fram á Stundatafla og skráning eða með Eríal Pole appinu. 

Öll kortin gilda í alla tíma á stundatöflu og æfingasalinn

Athugaðu samt að þú getur aðeins skráð þig í tíma sem henta þínu erfiðleikastigi.
Einnig er hægt að nýta kortin til að bóka æfingatíma án kennara. Sem sagt, ef enginn af tímunum á stundatöflunni henta þér þá geturðu nýtt kortið þitt til að æfa sjálf/ur í æfingasalnum. Ótakmarkaður aðgangur að Eríal Gymminu fylgir öllum 30 daga kortum. Verðskrá eru að finna hér

Það er ekki nauðsynlegt að vera með fasta tíma svo þetta fyrirkomulag ætti að henta fólki sem er í vaktavinnu sérstaklega vel.

Viltu frekar vera með fasta tíma? Ekkert mál!
Stundataflan verður áfram svipuð og hún hefur alltaf verið. Þú getur bókað fasta tíma allt að 30 daga fram í tímann. Ef þú einhverra hluta vegna kemst ekki í tímann þinn þá geturðu afbókað hann og tekið annan í staðinn. Eini munurinn er sá að þú missir ekki lengur tímann þinn ef þú kemst ekki.

Meiri sveigjanleiki

Það er allt í lagi þótt þú komist ekki í fyrstu tíma mánaðarins því þú getur byrjað hvenær sem er! 
Ef þú kaupir t.d. kort með 30 daga gildistíma þá rennur kortið ekki út fyrr en 30 dögum eftir að þú notar fyrsta tímann á kortinu.

Afbókunar fyrirvari er 6 klst. 
Það er 6 klukkustunda afbókunar fyrirvari sem þýðir að ef þú afbókar tímann þinn amk 6 tímum áður en hann á að hefjast færðu tímann endurgreiddan inn á Eríal Pole kortið þitt. Ef þú getur ekki afskráð þig hafðu samband í erial@erial.is og láttu vita þannig. Sami fyrirvari gildir um afbókarnir sem fara fram í gegnum email. 

Það eru tvær megin ástæður fyrir þessari reglu. Í fyrsta lagi er þetta gert til þess að hægt sé að gefa næstu manneskju sem er á biðlista plássið þitt, ásamt því að gefa þeim nægan fyrirvara til að geta mætt. Í öðru lagi þá þurfum við að hafa lágmarksskráningu til þess að hafa forsendur til að halda tímann. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur hann niður og við sendum skilaboð á þá sem voru skráðir og þeir geta þá farið í annan tíma í staðinn. Ekki er tekið af kortun fyrir þá tíma sem falla niður. 

Athugið að allir skráðir sjálfkrafa sem byrjendur og geta bara skráð sig í byrjendatíma þegar maður skráir sig í fyrsta skipti í nýja skráningarkerfið 
Ef þú ert að gera nýskráningu í kerfið okkar er Facebook síðu Eríal Pole  eða senda okkur línu á erial@erial.is og taka fram í hvaða erfiðleikastigi þau eru í til þess að geta skráð sig í framhaldshópa. Þjálfari þarf að skoða nýskráninguna og staðfesta að þetta séu réttar upplýsingar. Erfiðleikastigið ykkar uppfærist ekki samstundis þegar þetta er gert. Þess vegna viljum við hvetja alla til þess að skrá sig tímanlega.

Pop-up tímar á stundatöflunni! 

Við stefnum á að vera reglulega með öðruvísi tíma, bæði á virkum dögum og um helgar. Þeir geta poppað upp hvenær sem er svo við mælum með því að skoða stundatöfluna reglulega og skrá sig tímanlega. Þetta gefur nemendum tækifæri á að prufa eitthvað nýtt, brjóta upp rútínuna og  fókusera á aðra hluti en venjulega.

Það er komið Eríal Pole app! 

Með appinu er enn auðveldara og fljótlegra að skrá sig í tíma. Með appinu þarfu ekki lengur að skrá inn allar upplýsingarnar þínar í hvert skipti sem þú skráir þig. Í appinu getur þú skoðað stundatöfluna, skráð þig í tíma og afskráð, bókað æfingaherbergið eða einkatíma. Þú getur einnig fylgst með því hvað þú átt marga tíma eftir á kortinu þínu og hversu lengi þeir gilda.

By |2019-09-03T16:08:17+00:00October 31st, 2018|Eríal Pole|0 Comments

Oona K. workshop í Eríal Pole

Draumur margra íslenskra súluiðkennda er um það bil að rætast en engin önnur en Oona Kivelä er á leiðinni til Íslands til þess að halda workshop í Eríal Pole! 

Oona er margfaldur heimsmeistari í súlufimi ásamt fleiri titlum í þeirri íþrótt og varð fyrsta konan til þess að sigra heimsmeistara mótið í World Street Workout and Calisthenics árið 2014. Fram að því var einungis litið á það sport sem karlmanns íþrótt. Auk glæsilegs keppnisferils er Oona ein af eftirsóttustu þjálfurum í súluheiminum og ferðast út um allan heim til þess að kenna íþróttina.

Myndbandið hennar “24 Most Hardcore Strength + Flex Moves “ vakti gífurlega athygli með tæplega 3 milljón áhorf.  Horfa hér

Oona hefur stundað fimleika síðan hún var 4 ára og ásamt því að eiga langan afreksferil í fimleikum. Hún hefur starfað sem fimleikaþjálfari og dómari ásamt því að semja rútínur fyrir fremsta fimleikafólk Finnlands. 

Instagram https://www.instagram.com/oonakofficial/

Oona workshops

Spin Pole

17. nóvember kl. 14:00-15:15

Spinning pole combos and elements OonaK
style (75 min) Level 2+
8800 kr

Hard Core

17. nóvember kl. 15:30-16:45

Intensive core workout, dynamic pole drills,
static spins (75 min) Level 2+
8800 kr

House of Oona K

18. nóvemeber kl. 13:30-14:45

Latest combos of the competition routines
performed by Oona Kivelä with the original
songs (75 min) Level 3+
8800 kr

Flip It

18. nóvemeber kl. 15:00-16:15

This is a fast class with exercises for you to
prepare fonjis, front and back flips – just Flip-it! Level 4+
8800 kr

10% afsláttur af hverju workshoppi ef keypt eru 2 eða fleiri.
Bókanir fara fram í erial@erial.is  eða í afgreiðslu Eríal Pole

By |2018-10-10T17:57:00+00:00October 10th, 2018|Eríal Pole|0 Comments