Um okkur

Um okkur2018-08-22T00:30:24+00:00

Um Eríal Pole

Eríal Pole​ er stærsta pole fitness stúdíó Íslands, stađsett i miđbæ Reykjavíkur.
Í Eríal Pole er mikil fjölbreytni tíma í bođi fyrir alla frá 12 ára aldri og leggjum við áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar.

Námskeiðin okkar eru bæði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Eríal Pole er var stofnað í Október 2012.

Góð hugmynd

Klippikortin henta bæði vel fyrir þá sem ekki komast á heilt námskeið en langar samt að koma í einstaka tíma og fyrir þá sem eru á námskeiði en langar að kíkja í fleiri tíma. Klippikortin gilda í hvaða tíma sem er ásamt tíma í æfingasal.

Gjafabréf hjá okkur er hin fullkomna gjöf fyrir súlu eða loftfimleika áhugamanneskjuna. Þú velur upphæðina og hægt er að nýta í námskeið, fatnað eða aðrar vörur.

Hægt er að bóka tíma fyrir hópa sem eru tilvaldir fyrir árshátíðina, óvissuferðir, gæsanir, steggjanir, vinahópa eða önnur tilefni. Við getum líka komið með súluna til þín og verið með atriði og/eða kennslu.

Aðstaðan

Biðsvæði með sófa og tímaritum.
Verslun með æfingafatnað, gripefni og fl. 
Kvenna og karlaklefar með sturtum.

Súlusalur – Súlusalur með 45mm súlum sem hægt er að stilla bæði á spin og static mode. Bæði brass og stainless steel súlur eru í salnum. Í þessum sal eru einnig kenndir danstímar, flex, frjálsir tímar og fleira. 

Lyrusalur – Loftfimleikasalur sem einnig nýtist fyrir loftfimleikahringi, hammock eða silki.

Eríal Gymið – Lítil en góð aðstaða með þrekhjóli, lyftingabekk með stöng, margar þyngdir af handlóðum, upphífingastöng, vegg rimlar, ketilbjöllur, TRX bönd, æfingateygjur og fleira. Aðgangur að gymminu fylgir með öllum námskeiðum en einnig er hægt að kaupa staka tíma eða klippikort.

Æfingaherbergi – Þetta er minni æfingasalur fyrir einkaæfingar fyrir einn eða fleiri. 
Í æfingaherberginu eru tvær 45mm súlur sem hægt er að setja á bæði spin og static stillingu. Einnig eru festingar í loftinu fyrir lyru eða hammock.
Salurinn er tilvalinn fyrir alla sem vilja taka auka æfingar til að vinna í sínum eigin markmiðum, æfa fyrir keppnir, sýningar eða einfaldlega fá að æfa í næði með sína eigin tónlist án truflunar frá öðrum nemendum eða þjálfurum. 
Leiga á salnum er 2900kr á mann í 60 mín eða eitt klipp af klippikorti.
Hafið samband á erial@erial.is til þess að bóka salinn

Allir salirnir eru með mikla lofthæð og útbúnir með háum speglum og dýnum. 

Eva Rut
Eva RutEigandi og þjálfari
Monika
MonikaEigandi og þjálfari
Ingibjörg
IngibjörgÞjálfari
Lilja
LiljaÞjálfari
Guðrún
GuðrúnÞjálfari
Helga Rós
Helga RósÞjálfari
Kristín
KristínÞjálfari
Ásta Marteins
Ásta MarteinsÞjálfari
Árdís
ÁrdísÞjálfari
Lára
LáraÞjálfari
Ásta Ólafs
Ásta ÓlafsÞjálfari
Gurrý
GurrýÞjálfari
English Íslenska