Algengar spurningar2022-12-23T11:07:30+00:00
Hvernig skrái ég mig í stakann tíma?2020-09-28T00:36:32+00:00

1. Smelltu á linkinn og skráðu þig inn með því emaili og lykilorði. > Skráning í opinn tíma 

Ef þú getur ekki skráð þig inn, sendu okkur línu á erial@erial.is eða á facebook síðu Eríal Pole.

Opinn tími

2. Finndu þann tíma sem þú vilt skrá þig í. Hakaðu við “choose your schedule”, veldu dagsetningu og smelltu á “Enroll.

stakur tími

3. Nú getur þú séð þá tíma sem þú ert skráð/ur í undir “My Info” og þar undir í “My Schedule”.

Þarna getur þú líka afbókað þig úr tíma með því að velja “Cancel” til hægri við nafnið á tímanum.

afskráning

Hvenær má ég færa mig upp í hærra erfiðleikastig í pole/silki/lyru?2023-09-12T22:54:40+00:00

Það er ótrúlega misjafnt milli einstaklinga hvenær fólk er tilbúið að færa sig upp í næsta erfiðleikastig.
Það er nauðsynlegt að fá þjálfara til þess að meta það hvort þú sért tilbúin/n.

Get ég mætt í tíma þótt ég sé ekki búin/n að skrá mig?2023-09-12T22:56:19+00:00

Vinsamlegast skráðu þig tímanlega því það eru takmörkuð pláss í boði.

Ef þú ert í vandræðum með að skrá þig er alltaf hægt að hafa samband við okkur í gegnum erial@erial.is eða senda okkur skilaboð á facebook síðu Eríal Pole.

Að því sögðu þá kunnum við ótrúlega vel að meta það að fólk afbóki tíma ef það kemst ekki.

Ég er búin að vera í pásu en langar að byrja aftur. Í hvaða hóp á ég að skrá mig?2019-01-23T17:09:07+00:00

Það er mjög einstaklingsbundið og fer eftir ýmsu.
Við mælum með því að skrá sig í hóp fyrir neðan þann sem æft var í áður eða jafnvel byrja alveg frá grunni og leyfa þjálfaranum að aðstoða þig við að finna út hvaða hópur henti best.
Mundu bara að byrja rólega aftur og leyfa líkamanum að venjast æfingunum aftur.

Ég er að reyna að skrá mig í tíma en fæ upp villumeldingu.2020-01-22T02:31:15+00:00

Sendu okkur skilaboð á erial@erial.is og skildu eftir nafn og email ásamt lýsingu á vandamálinu og við leysum vandamálið.

Hvernig og hvenær látið þið fólk vita ef tímar falla niður?2020-01-22T02:34:23+00:00

Ef tími fellur niður sendum við tölvupóst úr kerfinu okkar og tilkynnum þeim sem voru skráð/ir í tímann.

Athugið að til þess að fá þessar tilkynningar þarf að vera hakað við “Reminders and schedule changes – Email” á aðgangnum ykkar.

Ekki er rukkað fyrir né tekinn tími af kortum fyrir þá tíma sem falla niður.

Afhverju féll tíminn minn niður?2020-01-22T02:35:09+00:00

Það getur komið fyrir að stakir tímar falli niður. Við gerum okkar besta til þess að sjá til þess að þetta gerist sem sjaldnast.
Helstu ástæður þess að tímar geta fallið niður eru eftirfarandi:

1. Lágmarks fjöldi skráninga náðist ekki í tímann 1-2 tímum áður en hann hefst er hann felldur niður. Þess vegna er mikilvægt að skrá sig tímanlega í þá tíma sem þú vilt mæta í.
2. Þjálfari forfallast vegna veikinda eða af öðrum ástæðum og ekki var hægt að útvega forfallakennara.
3. Aðrar ástæður gætu verið lokun vegna veðurs eða að tími felldur niður til þess að halda workshop með gestaþjálfara.

Ekki er rukkað fyrir né tekinn tími af kortum fyrir þá tíma sem falla niður.

Ef tími fellur niður sendum við tölvupóst úr kerfinu til þess að tilkynna þeim sem voru skráð/ir í tímann.
Athugið samt að til þess að fá þessar tilkynningar þarf að vera hakað við “Reminders and schedule changes – Email” á aðgangnum ykkar.

Afhverju er afbókunarfyrirvari og hvað gerist ef ég gleymi að afskrá mig?2020-01-22T02:46:11+00:00

Það er 6 klukkustunda afbókunar fyrirvari sem þýðir að ef þú varst búin/nn að skrá þig í tíma og mætir ekki eða afbókar of seint þá er ekki hægt að bæta upp tímann þinn. Það eru tvær megin ástæður fyrir þessari reglu. Í fyrsta lagi er þetta gert til þess að hægt sé að gefa annari manneskju á biðlista, ásamt því að gefa þeim nægan fyrirvara til að geta mætt. Í öðru lagi þá þurfum við að hafa lágmarksskráningu í opnum tímum til þess að hafa forsendur til að halda tímann. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur hann niður og við sendum skilaboð á þá sem voru skráðir.

Hvernig skrái ég mig á námskeið?2020-09-27T16:33:12+00:00

Skráning á námskeið fer fram í gegnum vefverslun Eríal Pole. Smelltu hér til að skrá þig.

Hælaskór eru stranglega bannaðir á dýnum2019-02-03T20:26:39+00:00

Ef þú þarft að nota dýnu skaltu æfa trikkið án hæla þangað til þú ert orðin nógu örugg/ur til þess að gera það án dýnu og í hælum. Súluhælar geta léttilega gert gat á dýnurnar ef maður stígur niður vitlaust eða dettur.

Tökum af okkur hringi og aðra skartgripi fyrir æfingu2018-11-13T13:11:51+00:00

Hringir og aðrir málmskartgripir eru stranglega bannaðir á súlunum. Þeir geta bæði rispað og skemmt súlurnar auk þess sem þeir gætu kramist utan um fingurnar á manni og meitt mann.
Sama regla gildir í loftfimleika hringjunum og í hammock tímum þarf einnig að fjarlægja aðra skartgripi eins og t.d. eyrnalokka sem gætu mögulega flækst í efninu.

Myndatökur og video í tímum2018-11-13T13:05:57+00:00

Takið myndir þegar það er frjáls tími og ekki tefja kennsluna með myndatökum og passið að það séu ekki aðrir nemendur í bakgrunninum nema spurja þá leyfis.

Við mælum klárlega með að taka myndir eða myndbönd til þess að fylgjast með árangrinum ykkar hvort sem það er fyrir ykkur sjálf eða til þess að deila á samfélagsmiðlunum ykkar. Okkur þjálfurunum þykir líka ótrúlega gaman að fá að fylgjast með og við hvetjum ykkur til þess að merkja myndirnar/myndböndin ykkar með #erialpole og @erialpole svo við getum séð þau :)

Gerum það sem þjálfarinn setur fyrir2018-11-13T12:57:32+00:00

Það getur vel verið að þú kunnir það sem er verið að kenna og hafir oft gert það áður en það er alltaf hægt æfa sig og gera betur. Æfðu hvert trikk oftar en einu sinni og á báðum hliðum þótt þú sért búin að læra það því æfingin skapar meistarann.

Ef þú ert búin/nn að læra trikkið vel þá geturðu einbeitt þér að því að gera það með t.d. beinar fætur, rétta úr ristum, rétta betur úr þér eða verða liðugri í því. Halda stöðunni lengur, lyfta hægar eða hraðar eða gera endinn eða byrjunina fallegri.
Ef þú veist ekki hvernig þú getur bætt þig, þá má alltaf spurja þjálfarann um hugmyndir.

Ef þér er illt eða eitthvað annað er að, láttu þjálfarann vita og hann getur þá hjálpað þér eða sýnt þér eitthvað annað sem þú getur æft í staðin.

Hrósaðu manneskjunni við hliðina á þér. Hvetjið hvort annað áfram!2018-11-13T12:51:37+00:00
Ekki tala í símann í tímum2018-11-13T01:33:43+00:00

Það er góður siður að hafa símann stilltan á “silent” á meðan á æfingu stendur. Ef þú ert að bíða eftir mikilvægu símtali er gott að láta þjálfarann vita áður en tímin hefst.

Láttu þjálfarann vita ef þú ert með einhver meiðsli eða annað sem gæti háð þér á æfingum2018-11-13T01:31:49+00:00

Ef þú ert með meiðsli eða önnur veikindi er mikilvægt að þjálfarinn þinn viti af því vegna þess að sumar æfingar í sumum tímum gætu verið slæmar á meðan þú ert að jafna þig og þá getur þjálfarinn einnig brugðist betur við ef eitthvað skeður. Við minnum þó á að fólk mætir á æfingar á eigin ábyrgð. Við mælum með því að ráðfæra sig við þjálfara eða lækni áður en maður skráir sig ef maður glímir við meiðsli, veikindi eða annað sem gæti háð manni.

Gætum hreinlætis og verum í hreinum og viðeigandi klæðnaði fyrir tímann sem þú ert í.2018-11-13T01:24:04+00:00

Nærföt eru ekki viðeigandi klæðnaður.

Í Pole fitness tímum er nauðsynlegt að vera í stuttbuxum. Við mælum einnig með því að vera í íþróttatopp hlýrabol og á tánum. Á veturnar er oft gott að vera í síðum buxum utan yfir stuttbuxurnar í byrjun tíma á meðan hitað er upp.

Í Lyru og Hammock tímum mælum við með leggings. Í þessum tímum er í góðu lagi að vera í stutterma eða síðerma bol en gott er að hafa í huga að vera ekki í víðum fötum eða fötum úr bómullarefni því þau eiga það til að flækjast fyrir manni og við lyruna eða hamock efnið.

Í Flex tímum mátt þú klæðast því sem þú vilt en best er að klæðast þannig að líkaminn og vöðvarnir haldist heitir allan tímann því þannig líður manni best í teygjuæfingum

Í Pole Dance tímum máttu klæðast bæði stuttbuxum eða síðum buxum úr því efni sem þú vilt. Við mælum þó sérstaklega með hnéhlífum eða legghlífum því það eru margar stöður gerðar á hnjánum í dansinum sem getur verið óþægilegt með ber hné. Ekki nauðsynlegt en mjög gott að hafa.

Ef þú ert ekki viss er alltaf gott að hafa bara samband við okkur og spurja :)

Þrífðu súluna og dýnuna þína í lok tímans2018-11-13T01:22:12+00:00

Það er ekki það girnilegasta í heimi að leggjast á magann á dýnuna og finna táfýlu eða svitalyktina frá síðustu manneskju. Skiljum ekki heldur eftir svita eða afganga af gripefni á súlunum handa næstu manneskju.

Pro tip: Spreyjaðu í tuskuna en ekki beint á súluna svo gólfið verði ekki sleipt.

Fylgjast með og ekki tala þegar þjálfarinn er að útskýra eða sýna eitthvað.2018-11-13T01:16:23+00:00

Berum virðingu fyrir stúdíóinu2023-09-12T22:55:39+00:00

Göngum snyrtilega frá dýnum, tuskum, brúsum og öðrum æfingatækjum eftir æfingu og förum vel með hlutina.

Bíðið þangað til þjálfarinn hleypir ykkur inn í sal.2018-11-13T01:12:15+00:00

Þér er velkomið að bíða í gymminu, biðsvæðinu í mótttökunni eða búningsklefanum þangað til tíminn þinn hefst.

Ekki kenna öðrum.2018-11-13T01:10:18+00:00

Ef þú ert ekki þjálfarinn í tímanum þá skalt þú ekki reyna að kenna eða leiðrétta aðra nemendur. Þó þú viljir hjálpa til þá er þetta vanvirðing við þjálfarann sem er með tímann og það er ekkert víst að hinn nemandinn vilji hjálp frá þér. Ef þú veist um eitthvað sniðugt atriði sem gæti hjálpað til við að ná einhverju trikki er í lagi að deila því með hópnum en ekki vera að kenna og leiðrétta óumbeðin.

Þessi regla á sérstaklega við í opnum tímum og í æfingasal. Alls ekki kenna öðrum nemendum eitthvað sem þeim hefur ekki verið kennt áður í tíma. Það eru ýmis atriði sem hafa þarf í huga til þess að geta kennt á öruggann hátt sem ekki er visst að hinn almenni nemandi viti af og einnig þarf að ganga úr skugga um að manneskja sé með ákveðinn grunn áður en þau læra nýja hluti. Öryggi er fyrir öllu og meiðsli geta hlotist af ef rangar kennsluaðferðir eru notaðar og reynd eru trikk sem maður er ekki með nógu sterkan grunn fyrir.

Mættu tímanlega2019-01-20T17:02:36+00:00

Við hvetjum fólk til þess að mæta amk 5 mínútum áður en tíminn hefst. Ef þú mætir seint, fáðu þjálfarann til að sýna þér hvað þú getur gert til þess að hita upp. Upphitunin mikilvægur hluti af æfingunni og kemur í veg fyrir meiðsli sem geta hlotist af því að hoppa beint á súluna ef maður sleppir upphitun.

Við erum með góða biðaðstöðu þar sem hægt er að koma sér vel fyrir í sófanum hjá okkur, skoða tímarit eða spjalla og kynnast öðrum nemendum og þjálfurum áður en tíminn þinn hefst. Við opnum u.þ.b 15 mínútum áður en fyrsti tími dagsins hefst.

Ég næ engu gripi á súlunni, hvað get ég gert?2019-01-23T17:23:22+00:00

Það eru til margar gerðir af gripefnum sem henta fyrir mismunandi húðgerðir og aðstæður.
Bæði eru til gripefni fyrir þurra og sveitta húð sem gefur aukið grip.
ATH ekki er gott að nota krem/olíur fyrir tímann þar sem erfitt getur verið að ná gripi. Einnig getur verið gott að þrífa súluna og hendurnar á milli æfinga.

Hvar fær maður pole stuttbuxur?2019-01-23T17:11:53+00:00

Hjá Eríal Pole er hægt að kaupa ýmsar gerðir af pole stuttbuxum, komdu við hjá okkur og við getum aðstoðað þig við að velja það sem hentar best.

Hvað eru workshop og hvenær eru þau?2020-09-27T15:14:03+00:00

Workshop eru öðruvísi tímar sem geta poppað upp á stundatöfluna annaðhvort með stuttum eða löngum fyrirvara.

Kennarar gera verið allt frá þjálfurum Eríal Pole og upp í þekkta erlenda gestakennara á heimsmælikvarða.

Þessir tímar eru ekki fastir liðir á stundatöflunni og hafa þeir mismunandi þema og áherslur sem er frábær leið til þess að brjóta upp æfingarútínunma og prófa eitthvað nýtt og öðruvísi.

Þessir tímar geta verið fyrir mismunandi eða blönduð erfiðleikastig og er það auglýst sérstaklega fyrir hvert workshop.

Dæmi um workshop sem hafa verið haldin eru doubles pole tími, allt um handsprings, pole drops, twerk, loftfimleikaþrek, pole parkour, exotic pole, flex dans, acro og fleira.

Verð fyrir workshop geta verið mismunandi eftir lengd og eðli tímans og eru verðin auglýst sérstaklega fyrir hvert workshop.

Ég er með bakgrunn í dansi/fimleikum, í hvaða hóp á ég að skrá mig?2019-01-23T18:31:02+00:00

Það þurfa allir að skrá sig í byrjendahóp þegar komið er í fyrsta skipti.
Það eru ýmis grunnatriði sem þarf að kunna áður en farið er upp í framhaldshópa sem ekki eru kennd í öðrum íþróttum. Í framhaldshópum er byggt ofan á það sem hefur verið kennt í lægri stigum og gerðar flóknari útgáfur og samsetningar.

Ég er ekki í góðu formi, þarf ég að koma mér í betra form áður en ég byrja í Eríal Pole?2019-01-24T14:36:17+00:00

Ekki er nauðsynlegt að hafa bakgrunn í íþróttum áður en byrjað er í tímum. Í byrjendatímunum okkar lærir þú grundvallartæknina að polefitness og loftfimleikum ásamt því að byggja upp þann styrk sem þarf.

Ég er með óreglulega vinnutíma, er nauðsynlegt að vera með fasta tíma?2020-01-22T02:48:32+00:00

Hægt er að vera með klippikort til þess að bóka staka tíma ef þú kemst ekki á heilt námskeið. Athugaðu þó að þeir nemendur sem skrá sig á heilt námskeið ganga fyrir og því eru ekki alltaf laus pláss fyrir “drop-in” nemendur í öllum tímum.

Þú getur kynnt þér verðskránna hér

Hvenær byrjar nýtt námskeið?2020-01-22T02:48:24+00:00

Þú getur farið inn á www.erial.is/namskeid til þess að sjá hvaða námskeið eru í gangi hverju sinni. Það byrja ný námskeið fyrir byrjendur og lengra komna á 4-6 vikna fresti allt árið.

Hverju á ég að klæðast í tímum?2018-11-13T00:09:37+00:00

Í Pole fitness tímum er nauðsynlegt að vera í stuttbuxum. Við mælum einnig með því að vera í íþróttatopp hlýrabol og á tánum. Á veturnar er oft gott að vera í síðum buxum utan yfir stuttbuxurnar í byrjun tíma á meðan hitað er upp.

Í Lyru og Hammock tímum mælum við með leggings. Í þessum tímum er í góðu lagi að vera í stutterma eða síðerma bol en gott er að hafa í huga að vera ekki í víðum fötum eða fötum úr bómullarefni því þau eiga það til að flækjast fyrir manni og við lyruna eða hamock efnið.

Í Flex tímum mátt þú klæðast því sem þú vilt en best er að klæðast þannig að líkaminn og vöðvarnir haldist heitir allan tímann því þannig líður manni best í teygjuæfingum

Í Pole Dance tímum máttu klæðast bæði stuttbuxum eða síðum buxum úr því efni sem þú vilt. Við mælum þó sérstaklega með hnéhlífum eða legghlífum því það eru margar stöður gerðar á hnjánum í dansinum sem getur verið óþægilegt með ber hné. Ekki nauðsynlegt en mjög gott að hafa.

Go to Top