Það getur vel verið að þú kunnir það sem er verið að kenna og hafir oft gert það áður en það er alltaf hægt æfa sig og gera betur. Æfðu hvert trikk oftar en einu sinni og á báðum hliðum þótt þú sért búin að læra það því æfingin skapar meistarann.

Ef þú ert búin/nn að læra trikkið vel þá geturðu einbeitt þér að því að gera það með t.d. beinar fætur, rétta úr ristum, rétta betur úr þér eða verða liðugri í því. Halda stöðunni lengur, lyfta hægar eða hraðar eða gera endinn eða byrjunina fallegri.
Ef þú veist ekki hvernig þú getur bætt þig, þá má alltaf spurja þjálfarann um hugmyndir.

Ef þér er illt eða eitthvað annað er að, láttu þjálfarann vita og hann getur þá hjálpað þér eða sýnt þér eitthvað annað sem þú getur æft í staðin.