Opnir tímar2023-09-12T22:30:38+00:00

Færðu ekki nóg og langar að æfa oftar?

  • Finnst þér þú ekki fá nægan tíma til að æfa stöðurnar og trikkin á námskeiðinu þínu?
  • Langar þig til þess að fínpússa uppáhalds trikkin þín og setja saman þín eigin kombó?
  • Vantar þig bara smá upp á þessa einu stöðu til þess að geta skráð þig á næsta erfiðleikastig?
  • Kemstu ekki á námskeið í augnablikinu en langar til þess að mæta stundum?
  • Langar þig til þess að taka myndir eða video af þér á æfingu?

Ef þú svaraðir já við einhverjum af þessum spurningum eru opnir tímar alveg klárlega eitthvað fyrir þig!

Hvaða tímar eru opnir tímar?

Þeir tímar sem eru opnir eru open aerial og open pole.

Hvenær eru opnir tímar?
Frjálsu tímarnir, open pole og open aerial, eru á föstudögum. Tímasetninguna er hægt að sjá á stundatöflunni okkar hér á síðunni.

Stundum bætum við auka opnum tímum á stundatöfluna.  Þú getur fylgst með því á þessari síðu og við tilkynnum líka alla auka tíma á facebook og instagram síðunum okkar.

Um tímana
Open pole og open aerial eru frjálsir tímar þar sem iðkendur geta æft sig á sitt áhald hvort sem það er loftfimleika áhald eða pole. Þessir tímar er hugsaðir til þess að æfa sig betur í því sem þeir hafa þegar lært í öðrum tímum og því eru ekki kennd ný trikk í þessum tíma.

Þjálfari verður á svæðinu en engin eiginleg kennsla fer fram. Við mælum því með að undirbúa þig aðeins fyrir tímann og vera hugmynd um hvað þú vilt æfa áður en þú mætir.

Eins og er fylgja frjálsu tímarnir ókeypis með námskeiðum! Nú geturu æft oftar fyrir sama verð! Mikilvægt er þó að skrá sig fyrirfram því takmörkuð pláss eru í boði. Iðkendur sem eru ekki á námskeiði hjá okkur geta keypt stakan tíma eða klippikort.

Fyrir hverja er tíminn?

Open Pole – Nauðsynlegt er að hafa tekið nokkra tíma í pole fitness, intro to pole eða pole dance.
Open Aerial – Nauðsynlegt er að hafa tekið nokkra tíma í lyru, aerial silks eða hammock.
Tips fyrir frábæra æfingu! Vertu með plan. Gott er að vera búin/nn að skrifa niður það sem þú ætlar að æfa.

Þarf ég að skrá mig áður en ég mæti?

Já. Það er nauðsynlegt að skrá sig fyrir hvern tíma þar sem það eru takmörkuð pláss í boði. Þú getur skráð þig á stundatöflunni hér fyrir neðan.
Hafðu samband ef þig vantar aðstoð á erial@erial.is

Ég kemst ekki í opna tímann sem ég skráði mig í, Þarf ég að afskrá mig?
Við kunnum ótrúlega vel að meta það svo hægt sé að hleypa öðrum í tímann í staðinn.

Hvað kostar í opna tíma?
Það eru tveir möguleikar í boði. Þú einfaldlega velur þann sem hentar eftir því hversu oft þú vilt mæta.

Stakur tími – Greitt er fyrir stakann tíma samkvæmt verðskrá.
Klippikort – Eitt skipti af klippikorti fyrir hvern opinn tíma sem er tekinn.

Viltu vita meira?
Hér fyrir neðan er að finna algengar spurningar og svör um opna tíma.

Get ég mætt í tíma þótt ég sé ekki búin/n að skrá mig?2023-09-12T22:56:19+00:00

Vinsamlegast skráðu þig tímanlega því það eru takmörkuð pláss í boði.

Ef þú ert í vandræðum með að skrá þig er alltaf hægt að hafa samband við okkur í gegnum erial@erial.is eða senda okkur skilaboð á facebook síðu Eríal Pole.

Að því sögðu þá kunnum við ótrúlega vel að meta það að fólk afbóki tíma ef það kemst ekki.

Ég hef aldrei æft pole eða loftfimleika áður. Get ég komið í frjálsan tíma til að prufa?2020-09-27T15:35:25+00:00

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Til þess að koma í frjálsa tíma er nauðsynlegt að hafa lært grunnatriði í því áhaldi sem æft er á.

Þetta er gert af öryggis ástæðum því í þessum tímum fer ekki fram eiginleg kennsla og af sömu ástæðu mega nemendur ekki kenna öðrum nemendum í tímum.

Hvað kostar í opna tíma?2021-03-27T15:07:11+00:00

Það eru tveir möguleikar í boði. Þú einfaldlega velur þann sem hentar eftir því hversu oft þú vilt mæta.

Stakur tími
Greitt er fyrir stakann tíma samkvæmt verðskrá.

Klippikort
Eitt skipti af klippikorti fyrir hvern opinn tíma sem er tekinn.

Hvernig skrái ég mig í stakann tíma?2020-09-28T00:36:32+00:00

1. Smelltu á linkinn og skráðu þig inn með því emaili og lykilorði. > Skráning í opinn tíma 

Ef þú getur ekki skráð þig inn, sendu okkur línu á erial@erial.is eða á facebook síðu Eríal Pole.

Opinn tími

2. Finndu þann tíma sem þú vilt skrá þig í. Hakaðu við “choose your schedule”, veldu dagsetningu og smelltu á “Enroll.

stakur tími

3. Nú getur þú séð þá tíma sem þú ert skráð/ur í undir “My Info” og þar undir í “My Schedule”.

Þarna getur þú líka afbókað þig úr tíma með því að velja “Cancel” til hægri við nafnið á tímanum.

afskráning

Go to Top