Eríal Fjarþjálfun

Fjarþjálfun Eríal Pole

Vegna herts samkomubanns þarf því miður að loka Eríal Pole tímabundið.

En! Góðu fréttirnar eru þær að nú bjóðum við upp á rafræna fjarþjálfunar tíma þar sem nemendur geta stundað æfingar heima með þjálfara Eríal Pole í beinni!

Tímarnir eru allir án áhalda og lögð verður áhersla á æfingar sem einfalt er að gera heima eða hvar sem þér hentar. Þú þarft ekki að hafa súlu eða önnur loftfimleika áhöld til þess að taka þátt en æfingarnar hjálpa þér að halda áfram að hreyfa þig og hlúa að líkamanum þangað til að Eríal Pole opnar á ný.

Skráðu þig hér fyrir  neðan

 • Hitaðu þig upp fyrir enduropnun Eríal Pole með þessum frábæru tímum!
 • Floorwork dans - Fjarþjálfun

  Mánudaginn 26. október kl. 18:00

  Kenndur verður exotic floorwork dans á gólfi við lagið Do You? með TroyBoi með tilheyrandi hársveiflum og bodywaves! Sum sporin eru framkvæmd á hnjánum og er því mælt er með að nota hnéhlífar. Kennari: Anna Lóa Hvernig nálgast ég tímann? Þegar þú hefur keypt tímann í vefversluninni færð þú senda kvittun í tölvupósti sem inniheldur link í tímann.
 • Styrkur heima í stofu - Fjarþjálfun

  Miðvikudaginn 28. október kl. 18:00

  Í þessum tíma verður farið í alhliða styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd. Frábær leið til að halda sér í formi heiman frá! Eina sem þarf fyrir tímann er jógadýna eða handklæði til að gera æfingarnar á.  Kennar: Karen Sif Hvernig nálgast ég tímann? Þegar þú hefur keypt tímann í vefversluninni færð þú senda kvittun í tölvupósti sem inniheldur link í tímann.
 • Splitt liðleikaþjálfun - Fjarþjálfun

  Föstudaginn 30. október kl. 18:00

  Splitt tími þar sem unnið verður í aktífum og passífum liðleika til að komast nær markmiðinu um að komast í splitt! Tíminn hentar öllum þar sem hægt er að gera erfiðari og auðveldari útgáfur af öllum æfingunum. Það eina sem þarf fyrir tímann er jógadýna eða handklæði til að liggja á og jógablokkir eða annað til að halda í ef þið eruð ekki farin að geta snert gólfið í splitt stöðu (þykkar bækur, foam rúlla eða stóll virkar líka, bara það sem er til heima og hentar ykkur) Kennari: Þórunn Margrét Hvernig nálgast ég tímann? Þegar þú hefur keypt tímann í vefversluninni færð þú senda kvittun í tölvupósti sem inniheldur link í tímann.
Go to Top