Skilmálar

ÁBYRGÐARSKILMÁLAR

Ég stunda æfingar alfarið á eigin ábyrgð og firri Eríal Pole allri lagalegri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir, sem ekki verða rakin með beinum hætti til mistaka eða vanrækslu af hálfuEríal Pole, eigendum eða starfsmönnum þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er á minni eigin ábyrgð þegar ég æfi hjá Erial Pole og ber ábyrgð á munum mínum. Ég afsala mér öllum rétti til að krefjast skaðabóta frá Eríal Pole eða þjálfurum/eigenda vegna meiðsla, veikinda eða slyss sem ég gæti orðið fyrir á æfingum eða þegar
Ég nota æfingaraðstöðu Erial Pole. Ég geri mér fulla grein fyrir því að iðkun allrar líkamsræktar getur falið í sér hættu á meiðslum og slysum.

Námskeið
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á námskeið og greiða við skráningu. Sé það ekki gert áskilur Eríal Pole sér rétt til þess að gefa annarri manneskju plássið.

Ekki er leyfilegt að skrá sig í framhaldstíma án þess að hafa lokið öllum þeim erfiðleikastigum sem koma á undan.

Stakir tímar / Drop-in tímar / Pop-up tímar / Æfingatímar

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í alla tíma.

Ef tíminn hefur ekki náð 5 manns í skráningu 1 klukkustund áður en hann á að hefjast þá fellur hann sjálfkrafa út af stundatöflu. Fólk sem er skráð í tímann fær tölvupóst um að hann hafi fallið niður. 

Til þess að fá tilkynningar sendar um niðurfellingu tíma eða aðrar breytingar á þeim tímum sem iðkandi er skráður í þarf hann sjálfur að hafa hakað við “Reminders and schedule changes – Email”

Afbóka þarf tíma að minnsta kosti 6 klukkustundum áður en tíminn á að hefjast. Sé iðkandi fjarverandi eða afbókar innan 6 klukkustunda er tíminn sjálfkrafa tekinn af kortinu. 

ÓTÍMABUNIN ÁSKRIFT Á NÁMSKEIР

Upphaf ótímabundinnar áskriftar miðast við upphaf námskeiðs. Kaupdagur getur verið þegar skráning á námskeið hefst. Lágmarksbinditími er 4 námskeið (6 mánuðir) og uppsagnarfrestur eru tvö námskeið (þrír mánuðir) Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu.

Nemandi er skráður á sama námskeiðið og á því fast pláss á því námskeiði á samningstímabilinu. Nemandi þarf að láta vita ef hún/hann færist upp um level þegar skráning á ný námskeið hefst. Opnir tímar í stundatöflu fylgja með öllum námskeiðum í áskrift.  Eríal Pole áskilur sér rétt til að fella niður, stytta eða breyta námskeiðum án fyrirvara.

Áskriftargjöld eru greidd fyrirfram. Nemendur greiða fyrstu greiðslu á gegnum greiðslugátt á erial.is en framtíðargreiðslur koma til greiðslu í heimabanka 15.dag hvers mánaðar fyrir komandi mánuð. Eindagi reikninga verður 2.dag hvers mánaðar.

Verði af einhverri ástæðu greiðslufall á umsömdu tímabili fær nemandi áminningu um ógreiddan reikning. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp.

Nemendur undir 18 ára sem vilja stofna til áskriftarsamningar geta gert svo með leyfi forráðamanna. Reikningar eru sendir á forráðamenn.

Mánaðargjaldið er reiknað miðað við 8 námskeið á ári og deilt með 12 mánuðum. Gjaldið miðast við tímafjölda og lækkar gjaldið ekki þegar það er t.d lokað í viku í ágúst, desember og um páska.

Eríal Pole áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári en aðeins í samræmi við hækkun námskeiðagjalda á því tímabili.

Einungis er hægt að frysta áskrift með framvísun læknisvottorðs eða ef Eríal Pole fellur niður námskeiðið þitt. Námskeið eru ekki endurgreidd.

UPPSÖGN Á ÁSKRIFT

Það þarf alltaf að segja áskrift upp, óháð greiðslum eða mætingu. Uppsagnarfrestur áskriftar er 2 námskeið/3 mánuðir. Fyrir námskeiðslok og þá eru 2 námskeið eftir. Það þarf alltaf að klára námskeið.

Uppsögn þarf að berast á tölvupósti til erial@erial.is með fyrirsögninni “Uppsögn á áskrift”
Ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti. 

VERÐ OG ÞÁTTTAKA

Námskeið standa í mislangan tíma og þátttakendur þurfa að kynna sér vel hvort rétt námskeið er valið áður en gengið er frá skráningu. Ekki er hægt að breyta skráningu, færa milli hópa eða tímabila né endurgreiða þegar námskeið er að hefjast eða þegar hafið. Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Eríal Pole og lýsingu námskeiða áður en gengið er frá skráningu. Ef eitthvað er óljóst bendum við viðskiptavinum á að hafa samband.

Á öllum okkar námskeiðum getur það komið fyrir að nemendur þurfi að deila áhaldi. (Súlu, hoop eða silki)

Vinsamlegast athugið að verð á námskeiðum geta breyst án fyrirvara.
Ekki er hægt að fá endurgreitt eða fá bætt upp fyrir tíma sem ekki er mætt í. Ef viðskiptavinur getur ekki mætt á námskeið vegna meiðsla eða veikinda getur viðkomandi fengið að eiga inneignina inni og notað hana á öðru tímabili innan 12 mánaða gegn framvísun læknisvottorðs. 
Ef kennslutími fellur niður ber Eríal Pole skylda að bæta tímann upp með annað hvort uppbótartíma eða inneign í auka tíma. Þegar það er gert þarf að nýta inneignina á því tímabili sem kennslutími féll niður á nema annað sé tekið fram.
Eríal Pole áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef þátttaka telst ekki næg.
Við skráningu ferðu sjálfkrafa á póstlista Eríal Pole.

Kort og greiðslur

Við tökum á móti kortum gefin út af Visa og Mastercard. Allar upphæðir eru í íslenskum krónum og innihalda alla skatta og gjöld. Öll verð á síðunni eru í ISK og eru birt með fyrirvara um Prentvillur.

PERSÓNUVERNDARUPPLÝSINGAR

Eríal Pole heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

LÖG UM VARNARÞING

Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Varnarþing Eríal Pole er í Reykjavík.

———————————————————————————————————-

Skilmáli þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Eríal Pole áskilur sér rétt til að breyta skilmálum.

Húsreglur Eríal Pole:

  1. Mætum á réttum tíma á æfingar.
  2. Skráið ykkur inn í tíma  í móttöku áður en gengið er inn í stúdíóið.
  3. Notkun snjallsíma er stranglega bönnuð í búningklefum.
  4. Bíðið frammi þangað til þjálfarinn hleypir ykkur inn í sal.
  5. Hringir og málm-skartripir eru stranglega bannaðir í tímum.
  6. Ekki er leyfilegt að kenna eða leiðbeina öðrum nemendum.
  7. Æfum það sem er verið að kenna í tímanum og förum ekki út fyrir kennsluefni hvers tíma nema annað sé tekið fram af þjálfara.
  8. Þrífa skal súluna sína í lok tíma og ganga snyrtilega frá dýnum, tuskum, brúsum og öðrum æfingatækjum eftir sig.

Reglur í Æfingasalnum. 

  1. Til að nýta æfingasalinn þarf að hafa æft pole eða loftfimleika í amk 1 mánuð og kunna á stillingar og uppsetningu áhalds. 
  2. Mættu amk. 5 mín fyrr og tilkynntu þig við komu.
  3. Ef fleiri en einn ætla að nota salinn þurfa allir aðilar að skrá sig og greiða fyrir tímann. (Gestir eða áhorfendur eru ekki leyfðir.)
  4. Æfingar í æfingasalnum eru á eigin ábyrgð.
  5. Þrífið súlur og dýnur eftir notkun.
  6. Gangið frá dýnum, tuskum, æfingatækjum og rusli áður en salurinn er yfirgefinn.
  7. ÖLL KENNSLA SEM EKKI ER Á VEGUM ERÍAL POLE ER STRANGLEGA BÖNNUÐ OG VARÐAR VIÐ BROTTREKSTUR.
  8. Eigðu frábæra æfingu! :)

Einkaþjálfun

Þeir sem ætla að kaupa einkaþjálfun þurfa að senda tölvupóst á erial@erial.is til þess að finna þjálfara við sitt hæfi og bóka tíma. Einkaþjálfun er greidd í afgreiðslu Eríal Pole, í vefverslun eða með millifærslu. Þeir sem greiða beint til þjálfara geta átt á hættu að vera vísað úr stöðinni.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.