Fyrirspurn: Hóptímar – Gæsun – Steggjun – Hópskemmtun – Vinahópar – Hópefli

kr.

Ert þú að fara að gæsa/ steggja í sumar? Hóptímar í Eríal Pole eru frábær skemmtun!

Við tökum vel á móti gæsahópum, steggjahópum, vinahópum og vinnuhópum! Allir tímarnir eru ætlaðir fyrir byrjendur og geta því allir verið með! Við höfum margra ára reynslu á því að taka hópa svo við lofum ykkur góðri skemmtun, sjóðheitum myndum og fullt af hlátri!

Pole hópskemmtun tilvalið fyrir Gæsa og Steggja hópa.

Lærðu fyrstu stöðurnar og snúningana í súludansi! Tíminn er skemmtileg blanda af Pole Fitness og Pole Dance, þar sem þið munið læra sjóðheit danspor og flotta snúninga í kringum súluna! Svo bjóðum við gæsinni/steggnum að vera með smá sýningu fyrir hópinn sem er skemmtilegt að taka upp (jafnvel sýna í brúðkaupinu!). Svo í lok tímans eru teknar hópmyndir sem er alltaf mjög vinsælt!

Sendu okkur fyrirspurn núna á erial@erial.is eða hafðu samband með því að setja í körfuna og fylla út upplýsingarnar (ath engin greiðsla á sér stað). Við svörum þér við fyrsta tækifæri og hlökkum mjög til að heyra í þér!

SKU: N/A Categories: , ,

Description

Komdu með hópinn til okkar í Gæsun, Steggjun eða Hópefli!

 

Aðrar mikilvægar upplýsingar:

  • Hver tími er 50 mín.
  • Ekki er leyfilegt að vera með hringi eða aðra málmskartgripi í tímunum því þeir geta skemmt áhöldin og valdið meiðslum.
  • Tími telst ekki bókaður fyrr en 10.000kr staðfestingagjald hefur verið greitt. (Staðfestingagjald er hluti af heildarverði tímans og er óendurkræft.)
  • Að gefnu tilefni viljum við benda á að ölvun er með öllu óheimil, og óviðeigandi hegðun getur orðið til brottvísunar einstaklinga eða hópsins í heild.
  • Verð fyrir stærð hóps er óháð þátttöku. Greitt er fyrir alla sem mæta hvort sem þeir eru áhorfendur eða þátttakendur.
  • Við mælum með því að koma með íþrótta fatnað eða fatnaði sem þægilegt er að hreyfa sig í.
  • Það fer eftir fjölda í hópnum en í svona hópatímum deilir fólk áháldi (Súlu/Silki/Lýru) og gerir það tímana skemmtilegri og hristir saman hópinn.
  • Hópastærðir: Við getum tekið á móti ca 20 í Pole tíma og ca 12-14 í Silki/Lýru
  • Það er borgað fyrir alla sem koma inn. Tímarnir eru þannig uppsettir að allir geta tekið þátt og haft gaman óháð getu. Vinsamlegast látið vita ef einhver í hópnum getur ekki tekið þátt.

Additional information

Veldu

Föstudaginn 14. júlí, Föstudaginn 21. júlí, Föstudaginn 28. júlí, Föstudaginn 7. júlí, Föstudagurinn 16. júní, Föstudagurinn 30. júní, Föstudagurinn 9. júní, Laugardaginn 1. júlí, Laugardaginn 15. júlí, Laugardaginn 22. júlí, Laugardaginn 8. júlí, Laugardaginnn 29. júlí, Laugardagurinn 10. júní, Laugardagurinn 17. júní

Go to Top