Aerial Silks – Byrjendanámskeið
6 vikna námskeið – kennt 2x í viku
18. ágúst – 27. september 2022
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:15-18:15
2 fyrir 1! Taktu vin eða vinkonu með og lærðu grunnstöður og fallega snúninga! Að deila silki með einhverjum gerir æfingarnar enn skemmtilegri! Settu nafn, símanúmer og netfang æfingafélagans í athugasemd þegar þú gengur frá skráningu.
Ef þú hefur einhverntíman dáðst að loftfimleikafólkinu í sirkusnum og langað til þess að vita hvernig það er að takast á loft þá er þetta námskeið fyrir þig! Þetta er byrjendanámskeið í aerial silks og þú þarft enga reynslu til að vera með! Á þessu námskeiði lærir þú fyrsta hnútinn þinn til þess að geta stigið upp í silkið, sem og fallega snúninga og stöður í silkinu.
Frábær leið til að styrkja vöðvana og um leið kynnast öðrum! Lofum góðri skemmtun og hvetjandi umhverfi!
Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.