Intro to Pole prufutími fyrir alla sem eru að stíga sín fyrstu skref í súlufimi! Hér lærum við skemmtilega snúninga og stöður á súlunni ásamt því að taka styrktaræfingar þar sem notast er við súluna og eigin líkamsþyngd.

Hvenær? Sunnudaginn 16. maí 2021, kl. 14:30.

Fyrir hverja er tíminn? Ef þú hefur aldrei prófað pole fitness áður en ert forvitin/n og langar að prófa þá er þessi tími fyrir þig! Ekki er gert ráð fyrir að þú hafir neinn bakgrunn í íþróttum eða dansi. Þessi tími er gerlegur fyrir alla!

Klæðnaður í tímanum. Í fyrsta pole fitness tímanum er best að vera í hlýrabol, leggings og á tánum.