ÁBYRGÐARSKILMÁLAR
Ég stunda æfingar alfarið á eigin ábyrgð og firri Eríal Pole allri lagalegri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir, sem ekki verða rakin með beinum hætti til mistaka eða vanrækslu af hálfuEríal Pole, eigendum eða starfsmönnum þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er á minni eigin ábyrgð þegar ég æfi hjá Erial Pole og ber ábyrgð á munum mínum. Ég afsala mér öllum rétti til að krefjast skaðabóta frá Eríal Pole eða þjálfurum/eigenda vegna meiðsla, veikinda eða slyss sem ég gæti orðið fyrir á æfingum eða þegar
Ég nota æfingaraðstöðu Erial Pole. Ég geri mér fulla grein fyrir því að iðkun allrar líkamsræktar getur falið í sér hættu á meiðslum og slysum.
Námskeið
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á námskeið og greiða við skráningu. Sé það ekki gert áskilur Eríal Pole sér rétt til þess að gefa annarri manneskju plássið.
Ekki er leyfilegt að skrá sig í framhaldstíma án þess að hafa lokið öllum þeim erfiðleikastigum sem koma á undan.
Stakir tímar / Drop-in tímar / Pop-up tímar / Æfingatímar
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í alla tíma.
Ef ekki hafa náð 3 skráningum í tímann fyrir klukkan 21:00 kvöldið fyrir áætlaðan tíma, verður hann sjálfkrafa aflýstur af stundatöflunni. Fólk sem er skráð í tímann fær tölvupóst um að hann hafi fallið niður. Afpöntunarglugginn mun nú lengjast úr 6 í 12 tíma og kennsludagskrá ákveðin fyrir klukkan 21:00 daginn áður. Þannig að ef þú skráir þig á námskeið og hættir við 12 tímum eða minna áður eða mætir ekki, verður þú samt rukkaður fyrir námskeiðið. Ef þú kemst að því að þú getur ekki komist, biðjum við þig um að hætta við eða láta okkur vita, jafnvel þó það sé innan 12 klukkustunda.
Til þess að fá tilkynningar sendar um niðurfellingu tíma eða aðrar breytingar á þeim tímum sem iðkandi er skráður í þarf hann sjálfur að hafa hakað við “Reminders and schedule changes – Email”
Afbóka þarf tíma að minnsta kosti 12 klukkustundum áður en tíminn á að hefjast. Sé iðkandi fjarverandi eða afbókar innan 12 klukkustunda er tíminn sjálfkrafa tekinn af kortinu.
ÓTÍMABUNIN ÁSKRIFT Á NÁMSKEIÐ
Upphaf ótímabundinnar áskriftar miðast við upphaf námskeiðs. Kaupdagur getur verið þegar skráning á námskeið hefst. Lágmarksbinditími er 4 námskeið (6 mánuðir) og uppsagnarfrestur eru tvö námskeið (þrír mánuðir) Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu.
Nemandi er skráður á sama námskeiðið og á því fast pláss á því námskeiði á samningstímabilinu. Nemandi þarf að láta vita ef hún/hann færist upp um level þegar skráning á ný námskeið hefst. Opnir tímar í stundatöflu fylgja með öllum námskeiðum í áskrift. Eríal Pole áskilur sér rétt til að fella niður, stytta eða breyta námskeiðum án fyrirvara.
Áskriftargjöld eru greidd fyrirfram. Nemendur greiða fyrstu greiðslu á gegnum greiðslugátt á erial.is en framtíðargreiðslur koma til greiðslu í heimabanka 15.dag hvers mánaðar fyrir komandi mánuð. Eindagi reikninga verður 2.dag hvers mánaðar.
Verði af einhverri ástæðu greiðslufall á umsömdu tímabili fær nemandi áminningu um ógreiddan reikning. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp.
Nemendur undir 18 ára sem vilja stofna til áskriftarsamningar geta gert svo með leyfi forráðamanna. Reikningar eru sendir á forráðamenn.
Mánaðargjaldið er reiknað miðað við 8 námskeið á ári og deilt með 12 mánuðum. Gjaldið miðast við tímafjölda og lækkar gjaldið ekki þegar það er t.d lokað í viku í ágúst, desember og um páska.
Eríal Pole áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári en aðeins í samræmi við hækkun námskeiðagjalda á því tímabili.
Einungis er hægt að frysta áskrift með framvísun læknisvottorðs eða ef Eríal Pole fellur niður námskeiðið þitt. Námskeið eru ekki endurgreidd.
UPPSÖGN Á ÁSKRIFT
Það þarf alltaf að segja áskrift upp, óháð greiðslum eða mætingu. Uppsagnarfrestur áskriftar er 2 námskeið/3 mánuðir. Fyrir námskeiðslok og þá eru 2 námskeið eftir. Það þarf alltaf að klára námskeið.
Uppsögn þarf að berast á tölvupósti til erial@erial.is með fyrirsögninni “Uppsögn á áskrift”
Ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti.