Eríal meistari mánaðarins er Helene

Eríal meistari mánaðarins er innlegg þar sem við tökum fyrir einn nemenda og förum yfir framfarir, hvatningu, metnað og fleira sem nemandinn hefur fram á að bjóða hverju sinni. Með þessum greinum vijum við varpa ljósi á þá duglegu og efnilegu nemendur í loftfimleikum sem æfa hjá okkur.

Helene fagnaði fimmtugsafmæli sínu í síðastliðnum aprílmánuði og hefur heldur betur slegið í gegn hjá okkur í Eríal Pole fyrir kraftinn sem í henni býr. Hún er mikil fyrirmynd hvað varðar liðleika og styrkleika fyrir konur á hennar aldri og hefur sýnt fram á að aldur skiptir engu máli þegar kemur að því að iðka íþróttina súlufitness. Helene er kraftmikill iðkandi og verður með eindæmum áhugavert að fá að fylgjast með henni í komandi framtíð. Í þessari grein fáum við aðeins að skyggnast á bakvið tjöldin og sjá hver hún er og hvernig hún nær þeim árangri sem hefur gert hana að þeim meistara sem hún er í dag.

 

Eríal meistari mánaðarins

Byrjaði að æfa súlu eftir að hafa séð aðrar konur iðka íþróttina

Af þeim loftfimleikaáhöldum sem eru í boði hjá Eríal Pole þá kýs Helene að iðka á súlunni. Áhugi hennar og ástríða á því áhaldi kviknaði þegar hún tók eftir myndböndum af iðkendum víðs vegar um heiminn að sýna listir sínar á súlunni; “I got motivated by womens body empowerment that came through some videos I saw on the internet.” Ekki leið á löngu þar til Helene tók til sinna ráða við það að framfylgja áhuga sínum og nýtti sér því aðstöðuna hjá Eríal Pole þar sem stúdíóið var í hennar nágrenni.

Helene hefur einungis æft íþróttina í um fjögur ár en þrátt fyrir stuttan súlualdur hefur hún náð miklum árangri eins og það að ná erfiðum klifurstöðum á borð við sirkusklifur sem fjallað verður um síðar greininni. Vegna vinnu getur hún ekki æft eins mikið og hún myndi kjósa en kjarnakonan sem hún er þá lætur það ekki stoppa sig. Til að koma í veg fyrir æfingaleysi þá fjárfesti hún í sinni eigin súlu til að viðhalda þeim styrk og árangri sem hún hefur náð; “I practice very little because of work but I got myself a pole so hopefully this spring/summer won‘t be as much of a break!”

Á auðvelt með erfiða snúninga á borð við ‘Suicide Spin’ og ‘Gargoyle’

Eins og flestir iðkendur í loftfimleikum þá er eitthvað sem einum iðkanda finnst auðvelt sem öðrum finnst erfitt og svo framvegis. Helene á til að mynda mjög auðvelt með erfiða snúninga á borð við ‘Suicide Spin’ og stöðu eins og ‘Gargoyle’ en á í erfiðleikum með beitingu á styrk við það að fara á hvolf bæði með ‘Basic Inverts’ og ‘Shouldermounts’. Þar finnst henni stífleiki í mjaðmabeygju (e. pelvic tilt) vera flækjast fyrir sér; “I‘m very comfortable with some moves possibly seen as difficult, such as ‘Gargoyle’ or ‘Suicide Spin’ and all sorts of variations on those, but I‘m struggling with ‘Basic Inverts’ and Shouldermounts’ even after all those years.”

‘Basic Invert’ eða grunnstaðan á hvolfi, er í raun mun erfiðari staða en flestir gera sér grein fyrir og krefst mikils styrkleika í kviðvöðvum og tækni í líkamsbeitingu og stjórnun, sem Helene virðist átta sig á; “After giving much thought into it, I‘m blaming a pelvic tilt and I’m trying to condition differently so that I engage the right muscles and don‘t have the possibility to cheat with other muscles, in terms making the tilt worse. It‘s working so far, I finally see some results, but it‘s hard because it‘s a lifetime of bad posture to correct really.”

Heldur vel utan um markmiðin sín og fagnar þeim

Hún talar um hvað hún er ánægð að hafa loks náð einu af markmiðum sínum varðandi hvolfstöðu og hafi í fyrsta skiptið um daginn náð klifri sem nefnist sirkusklifur eða ‘Circus Climb’ og svipar til klifurs sem finnst meðal annars á loftfimleikaáhaldinu silki; “I managed a ‘Circus climb’ for the first time the other day, crossing fingers I will continue moving forward from there.” En hennar langtímamarkmið er svo að ná tökum á ‘Eagle’ á snúningssúlu; “My more long term goal is to do a spinning ‘Eagle’ on pole.” Ásamt því að einblína á styrkleika í hvolfstöðunum eins og kom hér fyrr fram; “I‘m working on my ‘Inverts’ / ‘Shouldermounts’. They‘ve been extremely inconsistent for the past two years. “

Eríal meistari mánaðarins
Hér má sjá Helene sýna frumsamið atriði á Dance Raw sýningu á vegum Eríal Pole.
 

Sækir innblástur sinn frá Sammy Picone og Marion Crampe

Helene sækir innblástur frá þeim Sammy Picone og Marion Crampe en þess má geta að Marion er ein af dómurum fyrir Pole Theatre Iceland í ár; “My inspirations are Sammy Picone for her flow and grace, and amazing body. Plus she‘s quite a good teacher (online). Marion Crampe is from another world.”

Uppáhalds staða Helene á súlunni er staða sem nefnist ‘Russian Layback’; “My favorite position on pole is ‘Russian layback’, such a beautiful shape that goes well with my body.” Hennar síðri staða er svo aftur á móti ‘Shouldermount’ staðan; “My least favorite is anything ‘Shouldermount’, so painful.” Enda erfið staða og er ein af þeim stöðum sem tekur flesta iðkendur langan tíma að ná tökum á hvað varðar styrk og líkamsbeitingu.

Helene býr yfir fleiri eiginleikum en að iðka súluna af krafti. Hún er til að mynda að reka sitt eigið fyrirtæki sem snýst um að hanna og prjóna ásamt því að sjá um ferðamannahópa; “I run my own company icelandicknitter.com where I‘m working full time as a knit designer, knitting tour guide and where I developed a range of novelty Icelandic yarns.” Ekki nóg með það þá er hún einnig þriggja barna móðir og er ein af dætrum hennar líka að iðka loftfimleika á borð við silki og hammock hjá Eríal Pole; “I have three daughters, all teenagers. One of them is training silks and hammock at Eríal.” En fjölskylda hennar og vinir myndu einmitt lýsa henni sem  hamingjusamri en svolítið skrítinni skrúfu eða orðrétt; “Happy with a twist.” Helene er einnig dugleg að sinna áhuga sínum á útivist á okkar fagra landi eins og sjá má á mynd hér fyrir ofan en þar stendur hún við Ófærufoss í Eldgjá; “Otherwise, hiking and mountain skying and I‘m considering surfing in Iceland after trying it in Tenerife this January.”

“Fædd 1969, það er aldrei of seint að byrja æfa súlufitness”

Í lokin vill Helene nefna að það er mjög auðvelt að æfa ef þú æfir íþrótt sem þú hefur ástríðu fyrir; “It‘s easy to train when you enjoy what you are doing.” Hún talar um mikilvægi þess að einblína frekar á styrkleika sína en veikleika; “Concentrate also on what you‘re good at, rather than getting stuck in what you can‘t do.” Hana langar einnig að taka það fram að þú ert aldrei of gömul og að það er aldrei of seint að byrja að æfa nýja íþrótt; “Born 1969, never too late, too old to start pole dancing.” En þessi magnaða kona hefur heldur betur sýnt fram á það. Við þökkum Helene fyrir svörin og óskum henni góðs gengis í þeim markmiðum og ævintýrum sem hún stefnir á.

Helene í stöðunum ‘Gargoyle’, ‘Russian Layback’ og ‘Suicide Spin’