Eríal meistari mánaðarins

Eríal meistari mánaðarins er nýtt mánaðarlegt innlegg á heimasíðunni okkar. Þar fjöllum við um þann nemanda sem okkur finnst hafa skarað fram úr hvað varðar mætingu, dugnað, framfarir og annað.

Eríal meistari apríl mánaðar er Alice en hún hefur heldur betur sýnt hvað í sér býr. Hún er dugleg að sækja þær æfingar sem eru í boði og henta hennar áhugasviði hjá Eríal Pole og hefur það skilað sér í framförum hennar í loftfimleikum.

Þar sem Alice er af erlendum uppruna ákváðum við að hafa hluta af greininni á ensku en Alice var svo góð að svara fyrir okkur spurningum og er hæstánægð með titilinn Eríal meistari mánaðarins.

Alice er fædd og uppalin í litlum bæ rétt hjá Venice á Ítalíu sem nefnist Vicenza. Um sex ár eru liðin frá því Alice fluttist frá heimabæ sínum en það hafði verið hennar draumur að koma til Íslands frá því hún var táningur. Hún byrjaði að hlusta á íslenska tónlist á yngri árum og á þeim tíma fannst henni hún hafa tengst þjóðinni okkar; “It was my dream to come to Iceland since I was a teenager, I started listening to Icelandic music when I was young and somehow I felt connected to the place too.“ Alice er þrjátíu ára í dag og æfði blak þegar hún var þrettán til fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur ekki æft neina aðra íþrótt fyrr en hún kom til okkar í Eríal Pole forvitin um súlufitness; “Pole was not planned at all! I got curious when I saw the ad on Facebook and went to a trial class with Lára. And I loved it.“

 

Eríal meistari mánaðarins

Byrjaði á súlunni

Alice nefnir að áhaldið sem hún byrjaði að æfa á hjá Eríal Pole hafi verið súlan. Þaðan hafi hún svo leitað í æfingar á loftfimleikahringjum eða lýru og fór einnig að nýta sér flex tímana sem við bjóðum uppá; “I started practicing pole. It happened that I saw an ad on Facebook and thought it would be fun to try it. I really enjoyed it and decided to sign up for the course.” Alice byrjaði í ‘Pole Fitness Level 1’ eins og var í boði á þeim tíma. Nú er hins vegar er hægt að nýta sér ‘Intro to Pole’ tímana hjá okkur, fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja prófa súlufitness.

Elskar þjálfarana og fjölbreytileikann sem stöðin hefur upp á að bjóða

Alice talar um það hvað þjálfaranir og umhverfið hjá stöðinni hafi hvatt hana til að halda áfram að æfa og að hún hafi byrjað að æfa af kappi fyrir um einu og hálfu ári síðan en metnaðurinn og ástríðan sem hún hefur fyrir íþróttinni hefur skilað henni þeim árangri sem hú hefur náð í dag; “I love the teachers and it’s a great environment so I decided to continue here. I took my first class three and a half years ago, but started practicing regularly about one and a half year ago.”

Við spurðum Alice hvernig henni líður að æfa hjá Eríal Pole og hún talar um hvað hún elskar það og hvetur einnig samnemendur sína að nýta sér fjölbreyttan stíl hjá þjálfurunum en á því hafi hún einmitt lært heilmikið; “I love it! Everyone is so passionate and motivating. I took classes with different teachers and it’s great because they all have their own style and you can learn more and get more inspiration.” Hún nefnir einnig hvað litli æfingasalurinn sem við bjóðum upp á fyrir korthafa hafi hjálpaði henni mikið og nýtti hún sér það óspart; “I like that there’s the mini gym too, because before or after class I can work a bit on strength or flexibility.”

Hún nefnir einnig hvað Eríal Gymmið hafi hjálpaði henni mikið og nýtti hún sér það óspart; “I like that there’s the Eríal Gym too, because before or after class I can work a bit on strength or flexibility.”

Eríal meistari mánaðarins
Hér má sjá Alice á súlunni í stöðu sem heitir ‘Layback Bridge’

Lýran í uppáhaldi

Eins og nefnt var hér að ofan þá byrjaði Alice á súlu en færði sig svo yfir á loftfimleikaáhaldið lýru, sem er loftfimleikahringur og er það hennar uppáhalds áhald í dag; “My favorite apparatus is the lyra. One of my favorite positions is ‘Split Gazelle’ and one of my least favorite is ‘Back Balance’, it’s quite painful and I find it so hard to find the balance!” Þetta eru einmitt stöður sem kenndar eru hjá okkur í lýru hópum fyrir byrjendur og lengra komna en lýruiðkendur ættu að kannast við stöðuna ‘Split Gazelle’ og hversu fáguð og skemmtileg hún er.

Okkur langaði að fræðast meira um Alice en fyrir utan loftfimleikana er hún er mikill ferðalangur, elskar að ferðast um heiminn og mun hún á næstunni ferðast um Suðaustur-Asíu; “The thing that I love most, after aerial sports, is traveling, and soon I’ll be traveling in South East Asia for few months. I can’t wait to try some aerials there!” Það verður með eindæmum gaman að fá hana Alice aftur til okkar, endurnærða og fróðari um loftfimleikastöður utan úr heimi en við hjá Eríal Pole eigum eftir að sakna hennar sárt á meðan hún er í burtu.

Leggur áherslu á styrk og liðleika til þess að ná árangri í loftfimleikum

Hennar helstu markmið í dag eru að vinna í liðleika og styrkleika og nefnir hún hvað flex tímarnir hjá Eríal Pole hafa hjálpaði henni mikið við að ná settum markmiðum; “My main goals now are working on strength and flexibility. I reached my potential by taking classes regularly and then at the open class I was working on the positions that I learned during the class. Also, it REALLY helps taking the flex classes!”

Í lokin vill hún tala um hvað hún mælir með því fyrir alla að prófa loftfimleika og bendir á að þótt íþróttin sé krefjandi þá er hún þess virði; “I really recommend to everyone to try either lyra, pole or any other aerial sport at least once! Get prepared, you will feel like you got hit by a truck for a couple of days, but believe me it’s worth it!”

Fyrir forvitna loftfimleikaaðdáendur þá býður Eríal Pole upp á kynningartíma í hverri viku, bæði á súlu og silki til að fá að kynnast því sem stöðin hefur upp á að bjóða. Tímarnir nefnast ‘Intro to Pole‘ og ‘Intro to Silks and Hammock‘. Í hverjum tíma er farið rólega í grunnstöðurnar áður en farið er að stunda íþróttina af kappi eins og Alice gerir hjá okkur.

Við þökkum henni Alice fyrir frábært viðmót og alla þá seiglu og metnað sem hún hefur fram á að bjóða í íþróttinni og hlökkum til að fylgjast betur með henni vaxa í loftfimleikum.

Alice að gera alls kyns kúnstir á loftfimleikahring eða lýru. Hér fer hún í stöður á borð við ‘Inverted Man in the Moon Split Variation‘, ‘Scarab’ og ‘Inverted Man in the Moon Stag Variation