Ef þú ert ekki þjálfarinn í tímanum þá skalt þú ekki reyna að kenna eða leiðrétta aðra nemendur. Þó þú viljir hjálpa til þá er þetta vanvirðing við þjálfarann sem er með tímann og það er ekkert víst að hinn nemandinn vilji hjálp frá þér. Ef þú veist um eitthvað sniðugt atriði sem gæti hjálpað til við að ná einhverju trikki er í lagi að deila því með hópnum en ekki vera að kenna og leiðrétta óumbeðin.

Þessi regla á sérstaklega við í opnum tímum og í æfingasal. Alls ekki kenna öðrum nemendum eitthvað sem þeim hefur ekki verið kennt áður í tíma. Það eru ýmis atriði sem hafa þarf í huga til þess að geta kennt á öruggann hátt sem ekki er visst að hinn almenni nemandi viti af og einnig þarf að ganga úr skugga um að manneskja sé með ákveðinn grunn áður en þau læra nýja hluti. Öryggi er fyrir öllu og meiðsli geta hlotist af ef rangar kennsluaðferðir eru notaðar og reynd eru trikk sem maður er ekki með nógu sterkan grunn fyrir.