Við hvetjum fólk til þess að mæta amk 5 mínútum áður en tíminn hefst. Ef þú mætir seint, fáðu þjálfarann til að sýna þér hvað þú getur gert til þess að hita upp. Upphitunin mikilvægur hluti af æfingunni og kemur í veg fyrir meiðsli sem geta hlotist af því að hoppa beint á súluna ef maður sleppir upphitun.

Við erum með góða biðaðstöðu þar sem hægt er að koma sér vel fyrir í sófanum hjá okkur, skoða tímarit eða spjalla og kynnast öðrum nemendum og þjálfurum áður en tíminn þinn hefst. Við opnum u.þ.b 15 mínútum áður en fyrsti tími dagsins hefst.