Workshop eru öðruvísi tímar sem geta poppað upp á stundatöfluna annaðhvort með stuttum eða löngum fyrirvara.
Kennarar gera verið allt frá þjálfurum Eríal Pole og upp í þekkta erlenda gestakennara á heimsmælikvarða.
Þessir tímar eru ekki fastir liðir á stundatöflunni og hafa þeir mismunandi þema og áherslur sem er frábær leið til þess að brjóta upp æfingarútínunma og prófa eitthvað nýtt og öðruvísi.
Þessir tímar geta verið fyrir mismunandi eða blönduð erfiðleikastig og er það auglýst sérstaklega fyrir hvert workshop.
Dæmi um workshop sem hafa verið haldin eru doubles pole tími, allt um handsprings, pole drops, twerk, loftfimleikaþrek, pole parkour, exotic pole, flex dans, acro og fleira.
Verð fyrir workshop geta verið mismunandi eftir lengd og eðli tímans og eru verðin auglýst sérstaklega fyrir hvert workshop.