Hver er munurinn á pole dance 101 og pole fitness 1?

Þessi námskeið henta fyrir fólk sem hefur aldrei æft pole áður en munurinn felst í eftirfarandi:

  • Í pole fitness 1 er lögð meiri áhersla á þrek æfingar og erfiðari trikk ásamt því að klifra upp súluna. Hér erum við farin að nota húðina meira og klæðumst því stuttbuxum á æfingu.
    Pole fitness námskeiðin eru kennd 1x í viku.
  • í pole dance 101 lærir þú heila dansrútínu yfir allt námskeiðið. Hér lærir þú snúninga og að dansa á háum hælum. Fyrri hluta tímans eru kenndir nýjir snúningar, stöður og spor og í seinni hluta tímans er þeim atriðum smám saman bætt í dans rútínuna í gegnum námskeiðið.
    Pole dance 101 námskeiðin eru kennd 1x í viku