Hóptímar í Eríal Pole
Ert þú að fara að gæsa/ steggja í sumar? Hóptímar í Eríal Pole eru frábær skemmtun! Við tökum vel á móti vinahópum, vinnuhópum, gæsunum, steggjunum o.s.frv. Allir tímarnir eru ætlaðir fyrir byrjendur og engin þörf á því að vera í þjálfun til að geta verið með.
Hægt er að velja um eftirfarandi tíma:
Pole hópskemmtun tilvalið fyrir Gæsa og Steggja hópa.
Tíminn er skemmtileg blanda af Pole fitness og Pole dance og svo í lok tímans er gæsin/steggurinn með smá sýningu fyrir hópinn sem er skemmtilegt að taka upp. Þessi tími er frábær leið til að hrista saman hópinn og allir geta tekið þátt. Í lok tímans eru teknar hópmyndir og hópmyndband sem er alltaf mjög vinsælt hjá okkur.
Aerial Silks
Hér sameinast áhrif úr sirkúslistum, jóga og dansi í skemmtilegri líkamsrækt. Æfingarnar eru framkvæmdar í mjúkri silkilykkju sem loftfimleikaáhald þar sem þið lærið að vefja ykkur inn í efnið til að búa til flæði og fallegar stöður og jafnvel samsetningar á nokkrum æfingum. Við munum velta, rúlla, lyfta, snúast á hvolf og takast á flug.
Aerial Hoop loftfimleikar (lyra)
Aerial Hoop á rætur sínar að rekja til sirkuslista. Hér er farið yfir undirstöðuatriði og grunnæfingar á lyrunni, kenndar aðferðir við að komast inn í hringinn og einfaldar stöður sem hægt er að gera með og í hringnum. Hringina er hægt að hækka og lækka eftir þörfum svo hver sem er getur gert fallegar samsetningar í sínum fyrsta tíma.
Aðrar mikilvægar upplýsingar:
- Hver tími er 50 mín.
- Ekki er leyfilegt að vera með hringi eða aðra málmskartgripi í tímunum því þeir geta skemmt áhöldin og valdið meiðslum.
- Tími telst ekki bókaður fyrr en 10.000kr staðfestingagjald hefur verið greitt. (Staðfestingagjald er hluti af heildarverði tímans og er óendurkræft.)
- Að gefnu tilefni viljum við benda á að ölvun er með öllu óheimil, og óviðeigandi hegðun getur orðið til brottvísunar einstaklinga eða hópsins í heild.
- Verð fyrir stærð hóps er óháð þátttöku. Greitt er fyrir alla sem mæta hvort sem þeir eru áhorfendur eða þátttakendur.
- Við mælum með því að koma með íþrótta fatnað eða fatnaði sem þægilegt er að hreyfa sig í.
- Það fer eftir fjölda í hópnum en í svona hópatímum deilir fólk áháldi (Súlu/Silki/Lýru) og gerir það tímana skemmtilegri og hristir saman hópinn.
- Hópastærðir: Við getum tekið á móti ca 20 í Pole tíma og ca 12-14 í Silki/Lýru
- Það er borgað fyrir alla sem koma inn. Tímarnir eru þannig uppsettir að allir geta tekið þátt og haft gaman óháð getu. Vinsamlegast látið vita ef einhver í hópnum getur ekki tekið þátt.
Fyrirspurnir og bókanir sendist á erial@erial.is
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
- Nafn skipuleggjanda
- Símanúmer
- Hvernig hópur: gæsun/steggjun/vinnuhópur/vinkonuhópar/vinahópur/annað.
- Stærð hóps ca
- Hvernig tíma er óskað eftir : pole dance/pole fitness/lyra loftfimleikahringir/aerial hammock eða silks.
- Dagsetning
- Tímasetning (ath. mælum með að koma fyrr á daginn heldur en seinna ef verið er að drekka áfengi)
Verð
3900kr á mann (lágmarks fjöldi 7 manns)
Er hópurinn færri en 7 manns? Ekkert mál, þá greiðið þið bara miðað við lágmarks fjölda. 27.500.-