Marlo Fisken og Kenneth Kao heimsóttu Eríal Pole í mars 2015 og héldu workshops þar sem þau kenndu íslenskum súluiðkendum tökin. Workshoppin voru ótrúlega vel sótt og vöktu mikla lukku meðal nemenda. 

Marlo Fisken er þekkt a heimsvísu fyrir fallegan og einstakan dansstíl.Hún hefur tveggja áratuga reynslu í dans og pole-heiminum og hefur unnið til margra verðlauna. Meðal annars varð hún Bandaríkjameistari í Pole Fitness árið 2010. Hún leggur mikla áherslu á flæði í rútínum sínum sem varð til þess að hún stofnaði Flow Movement æfingakerfið.Hún er frumkvöðull í poleheiminum og auk þess að skapa ný trikk á súlunni er hún einnig höfundur ElevatED kennararéttindanna og hefur víðtæka þekkingu á sviði gólffimleika, jóga og styrktar- og liðleikaþjálfunar.

Kenneth Kao aka. Pole Ninja heillaði heiminn þegar hann varð fyrstur manna til þess að stökkva 2,5 metra á milli tveggja súlna á pole fitness keppni. Hann hefur áratugs langa reynslu sem þjálfari í parkúr og kung fu sem hann notfærir sér til þess að skapa ný og spennandi trikk á súlunni. Síðan hann byrjaði í pole fitness árið 2012 hefur hann unnið til fjölda verðlauna og kennir workshop um allan heim.

Marlo Fisken
Kenneth Kao